Svar Ólafar eins og reiknað var með

Hún segir orðrétt:
„Ég treysti henni til þeirra viðkvæmu starfa sem hún gegn­ir. Þetta mál hef­ur í heild sinni hef­ur varpað sér­stöku ljósi á allt vinnu­lag, verk­ferla, stöðu aðstoðarmanna og fleiri hluti og okk­ur ber skylda til þess að fara mjög ræki­lega yfir það og alltaf með það í huga að vernda sér­stak­lega viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar um fólk,“ segir Ólöf í viðtali við mbl.is.

 

Ég trúði því samt innst inni, vegna þess hvernig aðkoma Ólafar í þetta ráðherraembætti bar að, að hún tæki faglega á þessu máli. Þ.e.a.s. vísaði málinu til dómara til úrskurðar. Verkefni hans væri þá að segja hvað væri rétt og hvað rangt og slegið á almennar vangaveltur

Ólöf veit það auðvitað, að þetta er ekki spurning um hennar persónulega traust, heldur auðvitað hvort rétt sé lagalega og siðferðilega að hún gegni embættinu áfram og að almenningur beri traust til lögreglu-stjórans eins og áður. Ekki er óalgengt að embættis-menn færi sig tímabundið vegna slíkra álitamála.

Með því að afgreiða málið á svona flokkspólitískum vildarnótum er Ólöf að bregðast trausti og umræðan heldur áfram af fullum krafti.

Í fyrirsögn við þessa frétt er haft efir Ólöfu, að mikilvægt sé að gæta trúnaðar. Ég átta mig tæplega hvað hún á nákvæmlega við. Þ.e.a.s. trúnað við hvern?

Hvenær ætla ráðherrar gamla valdaflokksins að læra það, að það eru breyttir tímar? Svona spilling gengur ekki lengur fyrir sig hávaðalaust.

 


mbl.is Mikilvægast að gæta trúnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega, en þau sjá um sína ekki satt? En það er gott að vita ef til gerum eitthvað af okkur í góðri trú, þá erum við saklaus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2015 kl. 14:46

2 Smámynd: Skarfurinn

Sjallar standa saman jafnvel þó hún hafi brotið af sér.

Skarfurinn, 2.3.2015 kl. 14:57

3 Smámynd: Skarfurinn

Hugsa sér að Sigríður Björk er menntaður lögfræðingur, því hefði hún allra síst átt að afhemda gögnin án skriflegrar beiðni frá ráðherra.

Skarfurinn, 2.3.2015 kl. 14:58

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ólöf á auðvitað vera í þessu ráðuneyti til að gæta hagsmuna almennings en ekki Sjálfstæðisflokksins. Því verður hún að gæta trúnaðar við almenning en ekki við lögreglustjórann þótt hún sé flokkssystir hennar eða við flokkinn.

Því er þetta ekki spurning um hvort hún sjálf persónulega og flokkur hennar treystir Sigríði Björk til að sinna þessu verkefni. Spurningin er um hvort almenningur treystir henni.

Ekki má gleyma þeirri staðreynd að Sigríður Björk er valin til þessara starfa með flokkspólitískum hætti. Það var m.ö.o. handvalið í embættið. Starfið var ekki auglýst eins og eðlilegt gæti talist árið 2014

Kristbjörn Árnason, 2.3.2015 kl. 18:19

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • ekki veit ég hversu vel menntuð Sigríður Björk er, en hún hefur lögfræðipróf og hefur að mér hefur virst viljað gera góða hluti er snertir heimilisofbeldi. Það verður samt að virða það við hana

    •  

    • Það eru margir lögfræðingar sem eru fremur illa menntaðir, það hefur mátt sjá af störfum margra þeirra nú eftir hrunið. Margir eru til í að hlaupa eftir aurum. 

    •  

    • En ég var ekki sáttur við framkomu hennar og mannsins gagn vart mágkonu hennar þegar hún opinberaði gjörðir föður síns sem síðar var biskup.

    •  

    • Slík viðbrögð bera ekki vott um mikla og eða góða menntun og þegar hún sagðist ekki hafa brotið neitt af sér í starfi þegar þetta mál kom upp sem nú er rætt um. Gerðist hún þar dómari í eigin málum

    Kristbjörn Árnason, 2.3.2015 kl. 18:23

    6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Tafsið í innanríkisráðherra sagði mér allt sem segja þurfti hún vissi betur.  Spillingin sér um sína. 

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2015 kl. 18:47

    7 identicon

    Ráðherra vísar engu til dómara.  Hins vegar skyldi maður halda, að Persónuvernd kæri málið, ef stofnunin telur sig hafa óyggjandi sönnunargögn um lögbrot.  Ella er úrskurðurinn lítið annað en bitlaus skoðun.  Það er líka hugsanlegt, að Ríkissaksóknari tæki af skarið uppá eigin spýtur.  Ef hvorugt, þá er hætt við, að málið sé dautt.

    Magnús Þ. Þórðarson (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 21:31

    8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    Sæll Magnús

      • ég átta mig alveg á því að ráðherrann vísar ekki málum til héraðsdóms eða til annara dómstóla. Hinsvegar er fyrirbærið ,,Persónuvernd" ákveðinn dómari í mínum huga og hefur nú þegar talað. 

      • Áður hafa fjölmargir ráðherrar stofnað til rannsóknar á svona málum til þess bærra aðila. Meintur aðili er þá færður til í starfi á meðan rannsókn fer fram.

      • Það er bara nauðsynlegt fyrir stjórnsýsluna að látinn verði fara fram dómsmál út af þessu atviki fyrst þetta er nú svona loðið, Ekki til að gera lítið úr lögreglustjóranum heldur til að koma svona málum á hreint. Hún hefur haldið því farm a hún hafi ekki gert neitt rangt og nú hefur ráðherrann tekið undir þá lögskýringu lögreglustjórans.

      • Að öðru leiti er ég hjartanlega sammála þér Magnús. 

      Kristbjörn Árnason, 3.3.2015 kl. 13:08

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband