1,2,3, -- lausnin fundin, kúnninn borgar og allir ánægðir

  • Valitor, Borg­un­ og Greiðslu­veit­an mun greiða Kortaþjónustunni 250milljónir í bætur fyrir einhver brot. 
  • Bossar þessara fyrirtækja gerðu með sér þessa sátt.
  • En það verður auðvitað lítið mál hjá þeim að greiða þetta.

Þeir hækka bara þjónustugjöldin  eins og ekkert sé. Korthafarnir get nákvæm-lega ekkert sagt eða gert til að koma í veg fyrir slíka hækkun á þjónustugjöld-unum. Kúnnarnir eru auðvitað ekki hafðir með í ráðum, þeir greiða aukinn kostnað vegna fortíðarvanda þessara fyrirtækja bankanna.

Á dögunum kvartaði ég við Arion banka vegna þess að við hjónakornin greiðum samtals  kr. 37 800 í árgjald vegna Vísa kreditreikninga sem við erum með. Auk þess greiðum við auðvitað fyrir alla þjónustu sem við fáum í bankanum.

Þetta er svipuð upphæð og við fáum í Vildarpunkta hjá flugfélaginu. Þjónustu-fulltrúinn sagði að við fengjum afslátt sem sæist í annari færslu. En ég hef farið í gegnum allar færslur ársins og hvergi er að finna slíka afsláttartölu.


mbl.is Greiða Kortaþjónustunni 250 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband