3.3.2015 | 14:46
Viðhorfin í umhverfismálum breytast nú hratt hjá þjóðinni
- Eldgosið í Holuhrauni hefur þegar breytt viðhorfum margra á undrastuttum tíma
- Einnig er það staðreynd að verðmætamat landans hefur gjörbreyst er varðar auðlindir þjóðarinnar.
- Þetta mátti heyra og sjá við hringborðið í gærkvöld
Á aðalfundi Samorku í síðasta mánuði kom fram sú furðulega krafa austfirðinga um að byggt yrði stórvirki fyrir raforkuflutninga þvert yfir hálendið, sem er eiginlega furðuleg og ótrúlega ósanngjörn krafa.
Var þessi hugmynd raunar skotin á kaf við hringborðið í gærkvöld. Harðasti andstæðingur hugmynda af þessu tagi við hringborðið var Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, sem einhverntíma hefði þótt saga til næsta bæjar.
Þetta er ansi erfitt á að hlusta á svona kröfur, því austfirðingar kröfðust þess í áratugi að virkjað yrði í hálendinu fyrir austan svo hægt yrði að byggja eitt af stærstu álverum heimsbyggðarinnar á Austfjörðum.
Raforkan úr Kárahnjúkum var síðan öll seld einum erlendum aðila fyrir álver. Alla tíð hafa verið uppi efasemdir um að sú virkjun skili eðlilegum arði til þjóðarinnar.
Til þess var fórnað öllum helstu möguleikum landsfjórðungsins til að framleiða rafmagn fyrir sjálfa austfirðinga í heild sinni.
Nú vantar s.s. rafmagn fyrir allt annað atvinnulíf á svæðinu. Það er raunar furðulegt að ríkisvaldið á þeirri tíð ásamt sveitarstjórnarmönnum hafi ekki haft þetta í huga þegar ákveðið var að selja erlendu álveri alla orkuna. Eða áttu önnur landsvæði að bjarga málum?
Vandamál austurlands er þannig að engir öruggir flutningakostir eru í boði til að flytja raforku á öruggan hátt inn í landsfjóðunginn.
Það gera eldfjöllin undir Vatnajökli sem hafa látið vita af sér eins og forsætisráðherrann segir frá. Með aukinni eldfjallavirkni sem vísindamenn spá að verði á næstu áratugum er landfjórðungur-inn nánast lokaður fyrir umtalsverða raforkuflutninga svo öruggir séu vegna verulegrar hættu á hamfaraflóðum í allar áttir frá jöklinum.
Í raun verður úr því sem komið verður að byrja á því að virkja alla mögulega og hagkvæma kosti í byggð á Austurlandi til að flytja raforku að byggð niður við ströndina.
Síðan hljóta vindorkuver að koma til skjalanna í næstu framtíð. Ef byggðin ætlar sér að verða örugg í raforkumálum.
Almennt er almenningur á landsvísu í algjörri andstöðu við það, að lagðir verði vegir og eða háspennulínur þvert yfir hálendið enda er hálendið þegar orðin ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar.
Ljóst er einnig að stórkallaleg stóriðju uppbygging er barn síns tíma og er þegar orðin algjör tímaskekkja og hugmyndir stjórnmálamanna verða að fara breytast.
Baráttan mótað þjóðarsálina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.