4.3.2015 | 18:06
Nýsköpun í lyfjaframleiðslu
Nýjasti iðnaðurinn á Íslandi, felst í því að framleiða ýmiskonar lyf töfrum líkustum.
Það er alþekkt að ýmsir smákaupmenn gera sín innkaup með því að fara í Bónus og kaupa þar ýmsar vörur til að selja í sínum búðum.
Það nýjasta í þessum efnum er, að hugmyndaríkir menn fara á nammibarinn í Bónus og kaupa þar nokkrar gerðir af bragðvondu sælgæti og húða það með hjúpefnum eins og súkkulaði sem búið er að krydda aðeins.
Síðan er þessu pakkað í lítil box og ásettir litprentaðir glansmiðar á með flottum nöfnum og síðan einhver texti á ýmsum erlendum tungumálum um langtíma undra áhrif af töflunum á ýmsa alvarlega sjúkdóma sem læknavisindin eiga í vandræðum með.
Dæmi um frjóar hugmyndir í þessum skapandi iðnaði eru t.d. eyrnakerti, frumöskursmeðferð, geimverulækna, tímabylgju núll, seglameðferð, skírlífisber og pendúlgreiningar, en líka meðferðir sem geta gert ógagn og jafnvel verið hættulegar, svo sem ristilskolanir, djöflasæringar og eitursveppi.
Nú eru afbrýðusamir læknar farnir að skipta sér af þessum mikilvæga iðnaði sem hefur skaffað mönnum góða atvinnu og gefið þjáðu fólki von og vellíðan. Enda eiga læknar engar lausnir hvort sem er við vanda þessa fólks. Þá eru þessar töflur miklu bragðbetri en hveiti pillurnar sem þeir útvega.
Það má enginn gera neitt jákvætt þá koma afskiptin
- Skurðlæknirinn Björn Geir Leifsson segir Berry. En, vöru sem útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson selur, vera ekkert annað en sælgæti dulbúið sem lyf.,,Berry". Er sagt geta hjálpað þeim sem þjást af gigt, liðvandamálum, eða brjóskskemmdum. Það inniheldur þó fyrst og fremst matarlím.Heimir hafnar ásökunum Björns Geirs í varnarræðu á Facebook.
Rannsaka villandi lækningaloforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.