Réttur boðskapurinn er nú borinn út í hvert hús

  • Enda virðist vera mikilvægt að koma réttum viðhorfum til skila.

  • Nú í morgun barst mér eins og mörgum öðrum væntalega eitt þykkt tölublað af Morgunblaðinu.

Ég greiddi áskrifatgjöld af þessu blaði í nær 4 áratugi þótt áskriftin hafi nánast alltaf verið á öðru nafni.

Blaðið í morgun var óvenjuþykkt vegna auglýsinga þar frá styrktaraðilum við blaðið væntanlega. Það eru þá fyrirtæki sem greiða fyrir auglýsingar og til þess notað fé tekið úr rekstri fyrirtækjanna. 

Þ.e.a.s. úr óskiptu, ekki er víst að þeir launamenn sem vinna hjá þessum fyrirtækjum hafi verið spurðir um hvort rétt væri að styrkja þessa pólitísku útgáfu. En slíkt útstreymi á fé, minnkar getu fyrirtækja til að greiða góð laun.

Blaðið í morgun var nefnilega hlaðið af pólitískum áróðri sem ég hef engann áhuga á að lesa. Ég hætti að greiða fyrir blaðaáskrift eftir að fríblað kom á markaðinn og losnaði þar með að greiða fé fyrir auglýsingar. 

En í eðli sínu er lítil munur á þessum blöðum og pólitíski áróðurinn kemur gjarnan úr svipaðri átt þótt betur sé farið með hann í FB en í MBL, fjölbreyttari og úr fleiri áttum.

Einhverja mikla ástæðu virðist gamli Moggi hafa til að gera stóra glansmynd  um Sig­ríði Björk Guðjóns­dótt­ur, lög­reglu­stjór­a á höfuðborg­ar­svæðinu (LRH). Hún er eflaust hinn vænsti einstaklingur með góðar hugmyndir og hef ég áhuga-samur fylgst með tökum hennar á heimilisofbeldi. Ég er sammála hennar áherslum í þeim málaflokki.

Hún seg­ir að und­an­farn­ar vik­ur og mánuðir hafi vissu­lega reynt á hana og embættið, en nú sé þessu máli lokið og LRH fái vinnufrið á ný til þess að sinna mörg­um og mik­il­væg­um verk­efn­um á þess­um stóra og þýðing­ar­mikla vinnustað.

Vissulega hefur reynt á hana en ekki á embættið sem slíkt eins og hún gefur í skin. Það er einnig öruggt að þetta mál er ekki úr sögunni, fyrst svona var farið í málið.  Þ.e.a.s. að ráðherra hefur ákveðið að lögreglustjórinn skuli halda áfram starfi sínu eins og ekkert hafi gerst.

Persónunefnd hefur sagt hana seka um röng vinnubrögð og hafa brotið lög með vinnubrögðum sínum. (ég er reyndar á þeirri skoðun að Sigríður Björk hafi ekki ætlað sér að gera eitthvað rangt)  Þetta er dómur Persónuverndar sem jafngildir hverjum öðrum alvarlegum dómi.



Því er nauðsynlegt að hreinsa borðið með því að fá úrskurð með opinberri rannsókn á vinnubrögðum SBG. Allar líkur eru á því að slík rannsókn leiði ekki til þess að hún verði að hætta.

  • Sauðsvartur almenningurinn er ekki fær til þess að dæma Sigríði Björk og ekki ætla ég mér að gera það.

  • En við þessir sem erum í sauðalitunum eru svo sannarlega efins um lagalegu sjónarmið lögreglu-stjórans í málinu og einnig um siðfræðilegu hlið málsins

En þessi orð hennar bera svo sannarlega vott um þroskaleysi sem kemur mér algjörlega á óvart að embættismaður í svo háu embætti skuli láta frá sér fara orð sem þessi:

  • „Ekki hvarflað að mér að segja af mér“

Hún hefði auðvitað átt að hafa frumkvæði að slík rannsókn færi fram enda fullviss um að hafi gert allt rétt og heiðarlega, einnig gagnvart lögum þar um.

Það sama á auðvitað við um ráðherrann, því spillingarfnykurinn hefur svo sannarlega loðað við gömlu stjórnmálaflokkanna á Íslandi og hefur flokkur hennar ekki farið varhluta af slíkum ávirðingum

  • Þessi viðbrögð eru svo sannarlega hrokafull að mér finnst.

mbl.is Ekki hvarflað að mér að segja af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ekki hvarlað að mér að segja af mér þrátt fyrir þennan úrskurð Persónuverndar, þetta lýsir miklum dómgreindarbresti Sigríðar Bjarkar, ég mun ekki geta treyst slíkum lögreglustjóra í framtíðinni.

Skarfurinn, 5.3.2015 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband