Ísland fær lofsamlega dóma fyrir tök sín á hruniinu

  • Það er ekki undarlegt þótt Framsóknarflokkurinn með Sigmund Davíð forsætisráðherra fremstan í flokki vilji múlbinda fréttastofu RÚV.

Það er ljóst einnig að þetta er einnig einlægur vilji Sjálfstæðisflokksins og er Davíð Oddsson þar aðalmaðurinn í baklandinu.

  • Davíð var sá forsætisráðherrann sem er arkitektinn að því ástandi á Íslandi sem olli hruninu og sá sem setti seðlabankann á hliðina. Hann nær að vísu ekki jafn slæmri efnhagsstjórn og Ólafur Thors var þjóðinni.

Það sem er vont við fréttastofu RÚV að mati þessara aðila er, að þessi fréttastofa sem reynir að vera laus við öll flokkspólitísk áhrif þótt hart sé að henni gengið. Gerir einnig alltaf það sem hún að gera, sem er að segja sannar og réttar fréttir.

En ,,sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í erlendum skuldum og mannréttindum segir að Ísland hafi staðið sig þjóða best í að taka á afleiðingum efnahagskreppu síðustu ára. Enn sé þó aðgerða þörf. Skýrsla um Ísland verður kynnt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir helgi". (RÚV)

,,Juan Pablo Bohoslavsky, óháður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í erlendum skuldum og mannréttindum, var á Íslandi í desember að kynna sér hvernig Íslendingar hefðu unnið sig út úr kreppunni 2008.

Í bráðabirgðaniðurstöðu sagði hann að það hefði tekist betur hér en víða annars staðar, til dæmis með virkri þátttöku borgaranna í þjóðaratkvæðagreiðslum, rannsóknum á hruninu, með því að verja velferðarkerfið og aðstoð við skuldara".

Hann segir einnig, að ýmislegt sé eftir, en það er greinilegt á öllu að það samræmist illa stefnu núverandi ríkisstjórnar sem hamast við það að koma málunum í svipað horf og var fyrir hrun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband