Afrekskona

Það er einmitt svona fólk sem á að heiðra sem sýnir af slíka hreysti, dirfsku og frumkvæði. Ekki er ólíklegt að hún hafi bjargað einhverjum með þessu afreki sínu

Það tók Rúnu Kristínu Sigurðardóttur og fjölskyldu fjóra til fimm tíma að komast ofan af Holtavörðuheiði í dag, en það hafðist ekki fyrr en Rúna tók sig til og gekk á undan bílalest í vonskuveðri.


mbl.is Gekk fyrir lestinni ofan af heiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Mér finnst að hún eigi rétt á fálkaorðu frekar en einhverjir plebbar sem hafa afrekað það að hengja upp jólaskraut á Alþingi.laughing

Ármann Birgisson, 8.3.2015 kl. 23:17

2 identicon

Mér finnst að fólk eigi að virða tilmæli björgunarsveita og lögreglu um að vera ekki á ferðinni í svona veðri. Nú halda allir að þeir geti reddað sér með því að labba á undan einhverri bílalest þótt það sé ófært. Og óvíst að þeir verði jafnheppnir og þessi aðili. Og að sjálfsögðu ýtir þetta undir þjóðarrembinginn, um að við Íslendingar blabla...látum nú ekki veður stoppa okkur blabla...

...þegar reyndin er að við Íslendingar erum svakaleg byrði á björgunarsveitum. Og viljum þó að stöku erlendir ferðamenn borgi bensín á björgunarbíla þá sjaldan sem þeir gera einhverjar gloríur.

jon (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 05:47

3 identicon

..en ekki þar fyrir, þetta var hraustlega gert og sjálfsagt verður henni fagnað eins og þjóðhetju þegar hún kemst heim til sín á Húsavík. Það verður kaffisamsæti og ræða bæjarstjóra - ef hann er þá ekki í Reykjavík á fundi..

jón (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband