Mótmælir hugmyndum um, að gefa hrægömmum fé almennings

Ögmundur talar tæpitungulaust um hrægammanna, Ég er viss um að þjóðin er sammála Ögmundi um að hrægammarnir greiði 70% útgönguskatt ef þeir ætla sér að fara burt með sínar krónueignir frá Íslandi.

Samt munu þeir flestir stórgræða á þessum viðskiptum sínum

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, telur að leggja eigi allt að sjötíu…
 

mbl.is „Við eða hrægammarnir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristbjörn.

"Talar tæpitungulaust" segir þú.

Ert nú alveg viss um að ekki eigi betur við að segja að hann tali tungum tveim?

Ég er alveg sammála þessari fullyrðingu hans, en ég hef oft verið sammála orðskrúðinu áður, en einhvernvegin þá hefur ekki verið staðið við stóru orðin t.a.m. þegar hann hefur hreinlega setið sjálfur í ráðherrastóli.

Sem dæmi nefni ég fögur fyrirheitin um endurupptöku Geirfinns og Guðmundarmála og auðvitað umsókn hans og félaga - án undangenginnar þjóðaratkvæðisgreiðslu um umsóknar ferlið að ESB, þvert á kosningarloforð og að lokum fannst mér hálf ódýrar rækilega auglýstar tímasetningar heimsókna hans að Geysi, þar sem hann var auðvitað bara látinn fara frítt inn.

Ég ætla ekki að fjölyrða um þátt hans í ákærum þeim er Víglundur Þorsteinsson hefur lagt fram að svo komnu máli.

Jónatan Karlsson, 9.3.2015 kl. 17:13

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jónatan, auðvitað getur enginn veri alltaf sammála öllu sem einhver annar segir eða gerir.

Ég er ansi oft ósammála Ögmundi svo þú hafir það á hreinu. En hér talar hann tæpitungulaust.

Ég veit ekki betur en að Guðmundar og Geirfinnsmál séu í ferli, en slík mál taka auðvitað heila eilífð og dómaraelítan er nú ekki sérlega hrifin og gerir allt sem hægt er til að hægja á þessu máli. 

Ég er sammála þér um ESB -málið. En þegar þessi tillaga Ögmundar var á sínum tíma samþykkt innan VG var augljóst að það ætti að versla með þetta mál. En þess ber að gæta að á þessum tíma voru bæði Samfylking og Framsóknarflokkur voru þá með þá stefnu að það ætti að sækja um þessa aðild. 

Hann fór frítt inn og allir þeir sem voru með honum.

Ég veit auðvitað ekkert um þennan flumbrugang Víglundar. En hann er maður sem ég treysti ekki og eini aðilinn hjá samtökum atvinnurekenda sem reynt hefur að koma óheiðarlega fram við mig. Hef ég staðið í mörgum kjarasamningum og slíkt háttarlag hafði ég aldrei orðið fyrir áður í öllu því karpi.

Takk fyrir innliti Jónatan

Kristbjörn Árnason, 9.3.2015 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband