Mogginn samur við sig

Einhliða áróður samtaka atvinnurekanda

  • Það er aldrei bara öðrum um að kenna í kjaramálum komi til verkfalls.  

Það ætti Morgunblaðið að vita en hikar ekki við nú frekar en áður að tala einhliða máli atvinnurekenda. Enda hefur blaðið alltaf talað máli atvinnurekenda gegn hagsmunum launafólks.

Sannleikurinn er bara allt annar, hann er sá að atvinnurekendasamtökin neita að ræða við Starfgreinasambandið um að lægstu laun á Íslandi verði 300 þús á mánuði eftir þrjú ár.

  • Starfgreinasambandið er ekki að biðja um %-hækkun á laun.

Samtök atvinnurekenda segjast vilja bæta kaupmátt á sínum forsemdum og senda frá sér eftirfarandi ósannindi:
„Í stað þess er nálg­un SGS að krefjast tug­pró­senta skuld­um heim­ila og fyr­ir­tækja, hækka vexti og fella gengi krón­unn­ar,“

  • Þeir ljúga því að Starfsgreinasambandið krefjist 50% launahækkunar.

Atvinnurekendur segja að kröfur Starfsgreinasambandsins muni leiða til mik­ill­ar verðbólgu á skömm­um tíma og stökk­breyta verðtryggðum.

Þessu hafna launamenn í Starfsmannasambandinu algjörlega þar sem það eru innan við 10 þúsund launamenn á launum undir 300 þúsundum á mánuði. Þeir hafna einnig forsendum atvinnurekenda í þessum útrekningum.


mbl.is„Við erum bara að verja okkur“

mbl.is Verkföll alfarið á ábyrgð SGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband