13.3.2015 | 21:22
Þar skeit sú beljan, sem ekkert rassgatið hafði
- Þetta er reyndar dálítið fyndið, því allir vissu bæði hjá ESB og hér innanlands að þessi ríkisstjórn ætlaði sér ekki að halda áfram aðildarviðræðum við ESB.
Þannig að þessi útlenski ráðherra og handhafi plankastrekkjarans þetta misserið hjá ESB, fékk afhent virðulegt bréf með mynd af íslenska fánanum en með gömlu efni.
Skagfirðingurinn hefur sennilega talið vissara að endurtaka þetta við ríkjasambandið. Líklega hefur hann talið að þeir væru eitthvað tregir þarna úti í Evrópu. Nema að hann haldi í raun og veru að þetta gleðji Pútín og að þetta liðki fyrir sölu á skagfirsku rollukjöti til Rússlands.
En þessi misheppnaða upp á koma verður örugglega ekki til styrkja samstarf ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sýnir í raun veikleika Framsóknarflokksins sem á verulega undir högg að sækja.
Þá eykur þetta á misklíðina innan Sjálfstæðisflokksins verulega og getur hæglega framkallað þennan klofning sem lengi hefur verið að skírast í flokknum. Hann er þegar orðinn áþreifanlegur og ekki bætir ástandið innan samtaka atvinnurekenda stöðuna í flokknum.
Því þessi klofningur kristallast einnig mjög skírt í samtökum atvinnurekenda þar sem sjónarmið ýmissa félaga þar er mjög misvísandi. Nema að útgerðarmenn noti tækifærið til að uppfæra sína stefnu í þessum málum. Því þeir mega ekki til þess hugsa að vinstrimenn ljúki þessum viðræðum á forsendum almennings í landinu.
Þá sýndi þessi atburður hversu kjánalegur formaður ,,Heimsýnar" sem fór að þvæla um einhverja fyrirvara varðandi ályktun Alþingis um viðræðurnar við ESB. Eins og slíkir fyrirvarar hafi einhverja þýðingu eftir á. Það er auðvitað skelfilegt að hafa svona lélegan formann þarna megin við borðið.
Talsmaður ESB úti á túni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
HAHAHAHHAHAHAHHA
Ásta María H Jensen, 14.3.2015 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.