14.3.2015 | 14:18
Ósmekklegur fréttaflutningur
Þegar hjón skilja er það sorgarviðburður og um leið einkamál þeirrar fjölskyldur sem fær að reyna þá hörmungarreynslu.
Það alveg ómögulegt að skilja það mat hjá þessum fréttamiðli að ákveða það með þessum fréttaflutningi að okkur almenningi í landinu komi þetta mál eitthvað við.
Hjónaskilnaður er jafnvel erfiðari sorgarmissir en andlát maka, svo það komi fram. Þetta er bara hrein ósvífni að birta um þessa sorgarfrétt.
Ekki er ég að verja þennan mann vegna þess að ég sé hrifinn af honum sem stjórnmálamanni. Það má gjarnan koma fram að ég hef aldrei kosið flokkinn hans og mun það aldrei gera.
Það er lágmarkskrafa, að borin sé virðing fyrir tilfinningum fólks hverjir sem í hlut eiga
Gunnar Bragi selur húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.