31.3.2015 | 13:40
Seðlabankinn hefur verið rannsaka kreppur á Íslandi
- Fróðleg upptalning á íslenskum kreppum í rannsókn sem Seðlabankinn hefur gert.
* - Það er mikilvægt að greina það hvað hefur farið úrskeiðist í efnahagsstjórninni á Íslandi í gegnum tíðina eða a.m.k. allann lýðveldistímann.
Einnig og sérstaklega hvernig þjóðin getur komið í veg fyrir slíkar hremmingar. Hverjir eru að gera öll þessi mistök?
- Því eru hugmyndir Frosta mikilvægar inn í umræðuna nú þegar búið verður að gefa hana út á íslensku ásamt góðum skýringum.
* - Því gera verður þjóðarsátt um aðferðarfræði við stjórn efnahagsmála á Íslandi og einnig nýjan samfélagssáttmála þar sem ný stjórnarskrá væri ákveðið burðarvirki.
- Þeirri sátt verða að fylgja lög um lágmarkslaun í landinu. Núverandi ástand er óþolandi er bitnar sérstaklega á konum, fötluðum, innflytjendum og á ófaglærðu fólki sem komið er yfir miðjan aldur.
Varðandi efnahagstjórnina er vert að benda á þá stað-reynd, að í landinu eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar í landinu sem eru jafngamlir eða eldri en lýðveldið. Það eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.
Á öllum lýðveldistímanum eða á þessum 70 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnum í 54 ár og oftast í forsæti fyrir stjórnunum. Einnig langoftast með núverandi samstarfsflokki.
Því er eðlilegt að spurt sé, hvort það er eitthvað í stefnu og eða stjórnarháttum þessarar flokka sem verður til þess, að þjóðin er alltaf að lenda í þessum kreppum?
Felst lausnin í þjóðpeningakerfi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
"Við höfum séð þetta allt saman áður"
Þess vegna er ennþá meiri ástæða til að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.
Það getur fjandakornið ekki orðið verra en það helvíti sem hingað til hefur verið boðið upp á!
Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 19:27
ég er sammála þér Guðmundur, þjóðin hefur ekki efni a því að festa sig í einhverjum kreddustefnum í þessum málum. Við verðum einfaldlega að haga okkur skynsamlega og sníða okkur stakk eftir vexti
Kristbjörn Árnason, 31.3.2015 kl. 20:36
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/afhenti-skyrslu-um-endurbaetur-a-peningakerfinu
Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.