Makarínið er nú uppi á borðum

  • Óstöðugleiki er allsráðandi á stjórnarheimilinu, innbirðis átök í ríkisstjórninni sem sjálf kann engin ráð til að takast á við ýmis mál sem hrikalegur ágreiningur er um.
    *
  • Ráðalaus forsætirráðherra er meira og minna í felum enda er bakland Framsóknarflokksins afar veikt.

Svo einhver mál séu nefnd:

  • Frumvörpin fjögur um húsnæðismálin sem líklega er að þingmeirihluti sé fyrir.  Þar er Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega þversum.
    *
  • Veiðigjaldafrumvarpið um makrílkvótann  sem er sérlega hvass fleygur í stjórnarsamstarfinu sérstaklega eftir að útgerðarmenn fengu 8 – 10  milljarða lækkun í fyrra á veiðigjöldum, það er eins með þetta frumvarp, að með litlum breytingum er þingmeirihluti fyrir því. Algjörlega í óþökk Sjálfstæðisflokksins.
    *
  • Umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna viðræðna við ESB sem klýfur Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður og raunar einnig Framsóknarflokkinn þótt ekki sjáist það á yfirborðinu.
    *
  • Síðan eru sérlega erfiðar vinnudeilur framundan þar sem verkalýðsfélögin sjálf eða sambönd þeirra standa fyrir og þessi félög láta ekki reka sig í einhverja rétt. Félögin hafa  loks áttað sig á þeirri staðreynd að ekki gengur lengur að láta spyrða sig saman, þau verða að láta reyna á styrk sinn.

Framsóknarflokksmenn hafa þegar lýst því yfir að verulegt svigrúm sé fyrir myndarlegar launahækkanir eftir að kaupmenn hafa fengið verulega álagningahækkanir með niðurlagningu á innflutninsgjöldum og með breytingum á virðisaukaskatti.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað enn meiri hliðranir fyrir innflutningsverslunina. Það kætir ekki Framsóknarflokkinn og bakland hans í bændastétt.

Síðan eru flokkarnir algjörlega ósamstíga um hvaða leið skuli fara til að afnema gjaldeyrishöftin. Þau átök sem hafa verið um það mál og um skuldaleiðréttinguna hafa farið illa með samstarfið.

Harka verkalýðsfélaganna gera allt málið erfiðara vegna þess að þau munu ekki sætta sig við að launamenn beri kostnaðinn.

Nú reynir forsætisráðherrann að þyrla upp hvers konar ryki með hvers kyns barbabrellum til að reyna að fela þessi vandamál ríkisstjórnarinnar. 

Nú eru opinberir háskólamenn komnir í verkföll og virðast ætla að taka forystuna í að móta stefnuna í kjaramálunum.

Það er nokkuð Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki sætt sig við. Eins og flestir vita að þá er sá flokkur ekki stjórnmálaflokkur í eðli sínu heldur hagsmunasamtök efnafólksins í landinu og samtaka atvinnurekenda.

Þeirra stefna er, að samtök atvinnurekenda með stórútgerðina í broddi fylkingar móti og stjórni stefnunni í kjaramálum þjóðarinnar í smáatriðum. Þ.e.a.s. algjör miðstýring með rússneskum hætti.

Nú þegar hefur Starfsmannasambandið fengið mikla samúð landsmanna og flokkurinn og atvinnurekendur eiga engin svör eða lausn í málinu. Þetta er þegar orðinn mjög erfiður hnútur sem ekki verður leystur með aðkomu ASÍ því er ekki treyst fyrir kjarasamningum þetta árið.


mbl.is Deila um formsatriði frekar en að reyna finna lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband