7.4.2015 | 14:49
Fyrirfólkið er greinilega lagt í einelti
- Líklega hef ég verið ákaflega óábyrgur og ólýðræðislegur í allri þeirri hegðun minni, að hafa ekki fundist það vera mitt mál þótt einhvert ólánsfólk hafi platað einkabankakerfið.
* - Þetta bankakerfi hefur ekkert farið mjúkum höndum um mig í gegnum tíðina, því skyldi mér ekki vera sama þótt einhverjir hafi láti það finna til tevatnsins og tekið það svo í nefið?
Mér hefur einfaldlega fundist að þessi mál kæmu mér ekkert við og þetta væru einhverjar orystur milli hagsmuna aðila tengda bankahruninu.
En ég skil vel að fólk sem alla daga gengur um í jólafötum lendi í vanda þegar hæstiréttur hefur dæmt það sem glæpamenn og þeir verði látnir dúsa í fangelsi til betrunar árum saman.
Því hvað á þetta strangheiðarlega og guðsvolaða fólk að segja börnunum sínum og barnabörnum? Það er ómögulegt annað en að það finni einhver ráð.
Þetta er auðvitað hneyksli þar sem þetta fólk styrkti gömlu valdaflokkana um milljónir króna, það jafnvel árlega. Einfaldast er auðvitað að kenna öðrum um hroðann.
Það er nefnilega staðreynd að allir þeir sem hafa verið dæmdir í kjölfar hrunsins hafa verið alsaklausir sem englar væru.
Það er nefnilega staðreynd að allir þeir sem hafa verið dæmdir í kjölfar hrunsins hafa verið alsaklausir sem englar væru.
Einnig þeir sem hafa fengið ákúrur af rannsóknarnefnd Alþingis. Þ.e.a.s. stjórnmálamennirnir þótt fyrrum ráðherrar væru. Forseti vor ullaði bara á nefndina.
Voru í nefndinni hæstaréttarlögmenn og hæstréttardómari ásamt fleira fólki mjög sómakæru og sérlega vænu. Voru þó þeir allir handvaldir og skipaðir af Geir Haarde.
Ég viðurkenni vel, að ég hef átt í erfiðleikum með að treysta þessum dómurum þar sem ég hef verið stimplaður sem róttækur vinstri maður. Þessir dómarar hafa nefnilega verið skipaðir af ráðherrum Sjálfstæðisflokknum.
Oft hefur mér fundist vera flokkspólitískur fnykur á ýmsum dómum.
Ég viðurkenni vel, að ég hef átt í erfiðleikum með að treysta þessum dómurum þar sem ég hef verið stimplaður sem róttækur vinstri maður. Þessir dómarar hafa nefnilega verið skipaðir af ráðherrum Sjálfstæðisflokknum.
Oft hefur mér fundist vera flokkspólitískur fnykur á ýmsum dómum.
Sennilega farið mannavillt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.