10.4.2015 | 21:52
Sigur fyrir málfrelsið
Það er ekki hægt annað en að óska Snorra til hamingju með sigurinn í þessu ósmekklega máli.
Snorri Óskarsson var í dag sýknaður af kröfum Akureyrarbæjar þar sem bærinn krafðist þess að úrskurður innanríkisráðuneytisins frá 4. apríl 2014 yrði felldur úr gildi.
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði að uppsögn Snorra frá störfum við Brekkuskóla þann 12. júlí 2012 væri ólögmæt.
Það er ekki þar með sagt að ég sé sammála Óskari um trúmál.
Snorri í Betel sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Það var útilokað að dæma manninn sekan fyrir að hafa bókstafstrúarskoðun sína, og það beint sannanlega uppúr Biblíunni, og tjá sig um þetta utan skólastarfsins.
Ef ég hef skilið trúarbragða-stjórnsýslu Íslands rétt, þá er Biblían frekar rétthátt sannleiksorð laga og réttar, í Stjórnarskránni Íslensku.
Ég á ekki Biblíu, og hef aldrei lesið hana, frekar en önnur trúarbragðarit. En það er þó mín bjargfasta skoðun, að eftir þeirri Bíblíudæmisögu-leiðbeiningarbók mun flestum vegna best á jörðinni, miðað við þær stuðningsglefsur sem ég hef heyrt um, úr þeirri kærleiksleiðbeiningarbók.
Snorri Óskarsson er rétttrúar-túlkandi Biblíubókstafs-trúarmaður, sem ég er ekki sammála, en ég virði hans bókstafstrú, svo lengi sem hans trú skaðar ekki trú og rétt annarra í trúfrjálsu Íslandsríki.
Allir vita auðvitað að hommar hafa alltaf verið til, hvað sem Biblían og aðrar trúarbragðabækur fortíðarinnar segja með "rétt"trúarbókstöfum trúarbragða heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 23:02
Ég var aðeins að fjalla um málfrelsið en ekki um trúarskoðanir hans. Það er ekki allt fallegt í Biblíunni og gamlatextamenntið á að hafa verið ritað á 1700 árum. Það ríki sem Jesú fæðist inn í var sérstaklega grimmt og andstyyggilegt ríki, jafnvel miðað við önnur samfélög á þessum tíma.
Segja má að Jesú hafi í raun hafnað megin stoðum þessa gyðingasamfélags og siðum. Þetta samfélag hefndar og hverskonar refsinga ( auga fyrir auga og tönn fyrir tönn) þar sem flest snérist um eignarrétt karla. Konur voru nánast eins og hver annar búfénaður sem átti tæpast aðild að þessu karlasamfélagi nema til að eignast drengi feðrum sínum til dýrðar.
Gyðingatrúin er ofstækistrú og mér finnst stundum sem Snorri og hans félagar aðhyllis þá trú. Ég er í algjörri andstöðu við þeirra sjónarmið. Kveðja
Kristbjörn Árnason, 10.4.2015 kl. 23:23
"ekki sammála Óskari um trúmál" segir þú, þessu má alveg breyta. Mér þætti fengur af því að menn frá OZ væru líka í mínum flokki!
Snorri (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 00:36
Stundum hafa menn vit á því að þegja og stundum ekki, eins og gengur. Guð blessi þig Snorri
Kristbjörn Árnason, 11.4.2015 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.