Ekki-frétt vorsins

  • Það getur ekki komið neinum á óvart, að kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna fylgist með á Íslandi. Ísland er frjálst land.
    *
  • Þeir væru auðvitað tómir í kollinum ef þeir gerðu það ekki því þeir hafa lagt mikið undir.

Þetta er ekkert nýtt á Íslandi en Sigmundur Davíð er ekkert að flagga því. En eigendur stóriðjufyrirtækjanna á Íslandi hafa gert þetta í áratugi og eru með menn að störfum til að fylgja sínum hagsmunum eftir.

Þeir halda einnig uppi hagsmunasamtökum á Íslandi og taka fullan þátt í pólitískum umræðum í landinu og hafa veruleg áhrif. Stóriðjumenn styrkja ákveðna stjórnmálaflokka á Íslandi sem eru þeim hliðhollir.

  • Það er auðvitað vafasamt að þessir aðilar skuli vera svona valdamiklir í landinu

Hversu mikið hafa þessir stóriðjuaðilar styrkt Framsóknarflokkinn?

  • Það hefur aldrei verið rannsakað hversu mikla peninga Alcoa bar á stjórnmálamenn og sveitarfélög fyrir austan. Það væri vissulega eðlilegt að gert væri. Það sama á auðvitað við um önnur slík fyrirtæki.
    *
  • Það á bara að vera föst venja og óneitanlega væri gagnlegt að almenningur fengi að vita hvað það var sem tafði framkæmdir á Bakka við Húsavík.Hvað var það sem ESA gerði athugasemdir við? .

Sama má segja um fjölmörg fjölþjóðafyrirtæki sem fylgjast mjög náið með pólitík á Íslandi og eiga áhrifaríka tengla hér í landi.

Vitað er um a.m.k. tvo núverandi ráðherra sem hafa sótt ársþing Repúblikanaflokksins fyrir tveim árum. Það er nánast öruggt að þetta fólk hefur átt viðræður við að fulltrúa auðhringa á þessum ársfundi.

A.m.k. eru þessir ráðherrar mjög áhugasamir um selja svona aðilum ódýra orku á Íslandi.

Hversu mikið ætli þessir auðhringar hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn?

Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn.
WWW.VISIR.IS

mbl.is Kröfuhafarnir njósna og sálgreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband