12.4.2015 | 15:09
Er þetta ekki bara augnaþjónusta þingmannsins?
- Þetta er í raun sýndarmennska hjá þingmanninum. Það er eins og maðurinn hafi aldrei starfað á almennum vinnumarkaði þar sem ríkja markaðslaun.
* - Það er auðvelt að vera sammála honum um þetta mál því ég er á móti öllum bónussamningum einkum hjá láglaunafólki
* - Síðan er þetta einnig spurning um fyrir hvað er verið að greiða bónus og hverjir eiga að njóta.
En ég get ekki skilið að alþingi og eða ríkisvaldið geti bannað einkafyrirtækjum að umbuna sínu starfs-fólki með aukagreiðslum eða því sem þarna er kallað bónusgreiðslur.
Síðan er auðvelt að komast framhjá öllum bönnum eða hefur þingmaðurinn í huga að stofna sérstaka eftirlitstofnun til að fylgja banninu eftir.
Persónubundnir launasamningar umfram lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum eru auðvitað bónusgreiðslur.
Dæmi um bann í lögum varðandi laun, er bannið við því að launataxtar stéttarfélaga séu verðtryggðir.
En það er ekkert í lögum sem bannar verðtryggingu á persónubundnum samningum um laun. Jafnvel sleppa vinnustaðasamningar framhjá banninu.
Dæmi um slíkt er nýr vinnustaðasamningur í Járnblendinu og slíkir samningar hafa lengi tíðkast hjá byggingariðnaðarmönnum
Vill banna bankabónusa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.