12.4.2015 | 15:42
Umburðarlyndi er eitt af megin einkennum kristinnar trúar
- Fréttaflutningur er misjafn af Snorramálum, en á öðrum miðli segir að hann ætli sér að koma aftur til starfa í þessum skóla
Það yrði þá í fyrsta sinn sem launamaður getur komið til baka í starf sem honum hefur verið vikið úr með uppsögn.
Jafnvel þótt uppsögn geti verið ólögleg. Slíkt gæti kallað á ný réttarhöld ef Snorri krefst þess að koma til starfa aftur í krafti úrskurða ráðuneytisins og dómsins.
En ég skil ekki hvernig hann hefur geð í sér til að koma til baka í starfshóp sem greinilega eru í andstöðu við hann.
Aldrei hef ég heyrt neinn í þessum hópi kennara lýsa yfir stuðningi við hann opinberlega.
Hyggst höfða skaðabótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Athugasemdir
Ertu i alvöru ad meina ad Snorri eigi ad lata Akureyrarbae hafa af ser meir en tvenn arslaun? Skyrdu thetta nu ut fyrir mer? Og lattu mig vita ef thu hefdir saett thvi i hans sporum.
Kassandra (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 16:27
Thu ert ad gefa i skyn ad almenn mannrettindi gildi ekki fyrir Snorra af thvi hann se kristinn!!
"Eg er vist kominn a adra stjörnu , her er svo undarlegt" Sigbjörn Obstfelder. Er thetta Island?
Kassandra (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 17:16
Kassandra, ég hef þegar fagnað sigri hans gagnvart Akureyrarbæ í færslu sem ég nefndi ,,Sigur fyrir málfrelsið" Ég treysti því að hann sæki sinn rétt sem launamaður og fái fullar bætur. Líklega mun sameiginlegt stéttarfélag okkar Snorra aðstoða hann til þess.
Síðan er auðvitað algjörlega óviðeigandi að þú, sem felur þig bak við eitthvert felunafn hjólir hér í mig. Ég er ekki vanur að svara slíkum athugasemdum. Þeim er ég vanur að eyða. En af því mér umhugað um að sveitarfélög virði málfrelsi grunnskólakennara stend ég með Snorra í þessu máli.
Mig varðar ekkert um hverrar trúar hann er eða hvaða skoðanir hann hefur. Ég virði hann fyrir það að standa við sín sjónarmið opinberlega og hann fer óhikað í vörn fyrir þau. Hann á að njóta skoðunar- og tjáningafrelsis. En hann sem kennari verður að fara vel með þetta frelsi eins og við aðrir kennarar. Ég er viss um að Snorri er heiðarlegur í sínum málflutningi
Það er niðurstaða dómsins og ráðuneytisins að hann hefur ekki misnotað tjáningar rétt sinn
Kristbjörn Árnason, 12.4.2015 kl. 18:36
Ég ætla rétt að vona að þessi maður verði aldrei aftur kennari í neinum grunnskóla. Fyrir mér er hann viðbjóðslegt mannkerti og siðblingur þar á ofan, vegna þess að hann gerir sér enga grein fyrir alvarleika þess sem hann jós yfir ungt fólk sem er að feta sín fyrstu spor kynferðislega og sumir þeirra eru að uppgötva að þeir eru samkynhneygðir, þeir eiga nógu erfitt samt að þurfa ekki að hlusta á svona áróður úr fornöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2015 kl. 21:04
Eg hef fylgst slaelega med blogginu sidustu vikuna og hafdi ekki sed fyrri grein siduhafa. En mer finnst erfitt ad skilja thetta eitt innlegg siduhafa ödruvisi en eg gerdi. Sem se mjög neikvaett i gard Snorra.
En ef einhverjum er ranglega vikid ur starfi ad mati domstola hlytur sa hinn sami ad rettilega fa starf sitt aftur.
Vil svo benda siduhafa a ad eg er tilhlydilega skrad hja mbl.is og thad er alveg vandraedalaust af minni halfu ad hann gangi ur skugga um thad:)
Kassandra (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 02:01
Ætti Akureyrarbær ekki að banna Biblíuna líka?
Því Snorri var víst bara að vitna beint í það bókstafstrúarrit, eftir því sem hefur verið sagt?
Svo var Snorri víst ekki óvinsæll kennari af nemendunum, eftir því sem hefur verið sagt?
En það er mér svo aftur á móti alveg óskiljanlegt, að hann vilji áfram vinna hjá sveitarfélagi, sem hefur orsakað allt þetta Biblíu-homma-fjaðrafok nútíma-hernaðar-heimstískuáróðursins.
Eitt sinn voru það gyðingar sem átti að nota í áróðurinn, og nú eru það hommarnir sem á nota í áróðurinn.
Útvalinn Páfinn frá fyrri tíma innflytjendahópi Argentínu, hefur neitað að taka við homma-starfsmanni samkvæmt nýlegum fréttum, og það ætti nú frekar að vera til umræðu, heldur en Biblíubókstafstrú Snorra á Akureyri litla Íslands?
Eða hvað?
Páfinn er og hefur alla tíð verið valdamesti maður heimsins.
Hvers vegna þessi umræða um bókstafstrúar-hommakennara á Akureyri, umfram aðra Páfaveldis-svikna hópa heimsins?
Hommar eiga jafn mikinn rétt á að vera til, eins og allir aðrir sviknir hópar, eða það hefði ó-Biblíulesinn einstaklingur eins og ég haldið?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2015 kl. 02:02
Ásthildur Cecil segir :
"Ég ætla rétt að vona að þessi maður verði aldrei aftur kennari í neinum grunnskóla. Fyrir mér er hann viðbjóðslegt mannkerti og siðblingur þar á ofan, vegna þess að hann gerir sér enga grein fyrir alvarleika þess sem hann jós yfir ungt fólk sem er að feta sín fyrstu spor kynferðislega og sumir þeirra eru að uppgötva að þeir eru samkynhneygðir, þeir eiga nógu erfitt samt að þurfa ekki að hlusta á svona áróður úr fornöld. "
Þetta finnst henni sjálfsagður réttur að tjá sig. Þessi færsla hennar er niðrandi, meiðandi,ill, og varðar við lög. Svona hef ég aldrei skrifað né látið hafa eftir mér. Samt vill hún loka mig af en sjálf ganga laus. Dæmi nú hver um hvort okkar sé " siðblingur?" Sem ætti líklega að vera siðblindut!
k.kv.
Snorri í Betel
snorri (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 11:03
Snorri við erum að tala um viðkvæma unglinga suma þeirra sem eru að uppgötva kynhneigð sína, og eins og þú talar, þó það sé einungis á bloggi þá er það öllum opið að lesa og fer ekkert milli mmála hvaða hug þú berð til samkynhneigðra. Ég er að hugsa um unglingana sem þurfa að sitja undir kennslu hjá manni með slíka fordóma. Ég hef enga samúð með þér, þú virðist halda eins og svo margir skoðanabræður þínir að þioð hafið höndlað hinn eina sanna sannleika, svo er einfaldlega ekki. Ef ég man rétt varstu beðin um að hætta þessum vangaveltum þínum, en þér fannst eins og ég sagði áður, þú hafa hinn eina sannleika. Ég hef aftur á móti bæði áhyggjur og samúð með unglingunum sem koma til með að sitja í bekknum þínum. Þetta er ekki illa meint á þig sem persónu, heldur er ég að tala um skoðanir þínar sem stangast á við flest aðra í þessum málum. Ég skal biðja þig afsökunar á þessum orðum mínum, sem er er sammála þér að eru ekki við hæfi. En ef við erum að tala um meiðandi og niðrandi orð ættir þú ef til vill að skoða þín eigin orð um samkynhneigð ekki satt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2015 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.