Þetta sem kallað var þjóðarsátt 1990, var brotið niður ári síðar af nýrri ríkisstjórn

  • Það samráð sem átti að verða eftir ,,þjóðarsáttina" varð aldrei.
    *
  • Ný ríkisstjórn var ekki tilbúin að dreifa ábyrgð
    *
  • Forstjórar töldu sig ekki þurfa að standa við þau loforð að hækka ekki sín laun umfram launahækkanir aunafólks.

Oft hef ég lýst því hver aðdragandi varð að „þjóðarsáttinni“  um árið frá sjónarhóli launamanna.

En Ásmundur Stefánsson var var hinn raunverulegi hvatamaður og arkitekt að þessari tilraun  sem hefði ekki getað tekist nema að hægt yrði að draga Verkamannasambandið inn í myndina. En foringi þess var lengi tregur til að taka þátt.

Þetta var auðvitað neyðarbrauð því búið var brjóta niður hefðbundna samningsstöðu hreyfingarinnar með lögunum frá 26. maí 1983.  

Ásmundur hafði verið ásamt hagfræðingum VSÍ verið að skoða hvernig hækka mátti kaupmátt launa án verulegra launahækkana. En slíkt gat ekki gengið til lengdar.

Þegar leið á þessa samningsgerð 1990 og þegar það var að koma í ljós að hægt var að gera varanlega breyt-ingar á kjarasamningagerð fóru menn að fá ýmsar stórar hugmyndir.

Það tóku ekki öll hreyfingin þátt í þessari tilraun þrátt fyrir að reynt væri að draga fleiri að samningaborðinu eins og t.d. iðnaðarmenn.  Ekki kom til mála að opinberir starfs-menn mættu láta sjá sig.

Vinstri stjórn  Steingríms Hermannssonar kom heils-hugar að samningsgerðinni og það var farið í gegnum alla liði fjárlaganna á þessum fundum og gerðar margar athugasemdir og kröfur um lagfæringar. 

Eitt af því sem sannmælst var um og var ein meginstoð þessara sáttagjörðar var að ríkisvaldið gætti þess að þessir aðilar á vinnumarkaði væru ætíð með í ráðum varðandi efnahagstjórnina og að tryggt yrði að yfirmenn í fyrirtækjunum væru ekki að taka sér meiri launahækkanir en almennir launamenn.

Skipt var um ríkisstjórn skömmu síðar og öll loforð um samráð var brotin um leið og fljótlega fóru yfirmenn fyrirtækjanna að taka sér verulega launahækkanir. Þannig að allar forsendur voru brostnar um leið.

 

Því er það eftirtektarvert þetta sem  Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar segir. „Forsenda fyrir umbótum á vinnumarkaði er að réttlætis sé gætt“

„Svíar tóku upp nýja síðu hvað varðaði samskipti á vinnumarkaði og nýja stefnu í launamálum, þá var hornsteinninn sá að réttlætis væri gætt. Þess var krafist af atvinnurekendum að þeir sæju til þess að þeir sem hefðu tækifæri til að sækja sér kjarabætur umfram þær kjarabætur sem launafólki stæðu til boða gerðu það ekki. Og þess var krafist af samtökum launafólks að engir reyndu í krafti sérstöðu sinnar sem hefðu tök á að sækja kjarabætur umfram aðra gerðu það heldur. Allir yrðu að axla sína ábyrgð. Þetta gekk eftir og án þess hefði tilraunin mistekist“.

Þetta varð aldrei niðurstaðan á Íslandi, þar var það t.d. Verkamannasambandið sem gerði samninga við samtök atvinnurekenda  ríkið sá síðan um að fylgja þeirri línu sem samtök atvinnurekenda lögðu í kjaramálum.

Aðrir aðilar komu síðan á eftir eins og iðnaðarmenn og gerðu sína samninga. Alltaf hefur verið gefið út að þeir samningar hefðu verið gerðir eftir þeirri forskrift sem lögð var upp af atvinnurekendum og Verkamannasambandinu. 

En allir sem þekktu til innan samtaka iðnaðarmanna vissu að gerðir voru vinnustaðasamningar samkvæmt því fyrirkomulagi þeirra samninga sem er: Að allir vinnustaðir iðnaðarmanna í sömu iðngrein teldist vera sameiginlegur vinnustaður. M.ö.o. baksamningar um ákveðnar fastar  yfirborganir  + markaðslaun.

  • Á Íslandi náðist aldrei þessi samstaða sem nauðsynleg er, þar héldu aðilar áfram að troða skóna niður hver á öðrum. Aldrei mátti hýfa upp láglaunahópanna svo um munaði sem er í raun nauðsyn svo réttlát sátt náist.

Nú þykjast atvinnurekendur vilja að stofnað verði til efnahagsráð þar sem aðild ættu ríkisstjórn, samtök atvinnurekenda og ASÍ. Þarn koma viðhorfin strax fram um að ekki eigi allir stjórnmálaflokkar að eiga aðild að slíku ráði og ekki heldur allir hópar launafólks.

Á meðan þessi viðhorf ríkja verður engin alvöru þjóðarsátt á vinnumarkaði, m.ö.o. gerð er tillaga um að staða kyrrstaðan verði áfram t.d. í kjaramálum og ekki bara það, heldur  einnig að yfirburðarstaða samtaka atvinnurekenda haldi áfram í samfélaginu.

Þetta gengur í raun þvert á sjónarmið  Göran Persson.


mbl.is „Ekki hegða ykkur illa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband