20.4.2015 | 22:02
Landvirkjun og virkjunarsinnar
- eru því vanastir að vaða yfir landsmenn á skítugum skónum.
* - Ég er á þeirri skoðun að landsmenn séu ekki hrifnir að slíkri framkvæmd sem er að leggja rafstreng til Evrópu
* - Það er kominn tími til þess að hægja á Landsvirkjun.
Það getur ekki verið eðlilegt til framtíðar að þetta fyrirtæki eigi að hafa það hlutverk að virkja allt sem hægt er að virkja og að selja alla orku sem hægt er að nýta til erlendra aðila.
M.ö.o. allt virðist eiga að gera, til að taka lífbjörgina frá afkomendum okkar sem nú eru að koma upp sínum börnum.
Það getur ekki verið eðlilegur valkostur fyrir íslendinga framtíðarinnar að sitja uppi með alla dýrustu virkjunarkostina.
Handan við hornið, eru bílar að rafvæðast og eðlilegt er að raforkan til nýtingar á faratækjum verði sem ódýrust.
Almenningur á að fá að hafa á þessu sína skoðun. Ekki held ég að mörlandinn vilji að ESB komist með puttana rforku þjóðarinnar meira en orðið er.
Því er vert sð skoða það sem íbúar Reykjanesbæjar eru að krefjast þessa daganna.
Þetta er fullkomlega eðlileg krafa.
Undanfarin ár hafa bæjaryfirvöld gert allt sem þau hafa getað til byggð yrði stóiðjuver í Reykjanesbæ. Miklum fjármunum hefur verið kostað til sem hefur raunar hjálpað til við að koma bæjarfélaginu út á ystu nöf.
Íbúar í Reykjanesbæ hafa í raun verið spurðir um hvort þeir kæri sig um þessar framkvæmdir. Nú hefur hópur íbúa í Reykjanesbæ hefur tekið sig saman og krefjast íbúakosninga um breytingu á deiliskipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á kísilverum í Helguvík.
Hópurinn segist neita að verða tilraunadýr í þeirri lýðheilsutilraun sem bygging kísilveranna sé. Áformuð kísilver verða jaðri bæjarins.
Bretar vilja fjármagna sæstreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Athugasemdir
þetta er hverju orði sannara, ég held að það væri betra markmið að rafvæða bílaflotann á þéttbýlisstöðum landsins heldur en að halda þessu sæstrengs-rugli til streitu.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 22:18
En forstjóri Landsvirkjunar og stjórnarmaður Veritas
heldur varla vatni af hrifningu yfir þesssari sæstrengs hugmynd
Hann mun koma þessu í gegn og þegar sæsterengurinn er kominn
þá er bara að selja Lnadsvirkjun og láta almenning borga
Grímur (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 01:37
Útflutningur á rafmagni er útflutningur á vinnu!
Svanur Guðmundsson, 21.4.2015 kl. 09:25
Sæll Svanur, ekki veit ég hvernig þú færð þetta út, nema að þú sért að skoða þá vinnu sem bygginga- og mannvirkjafyrirtækin inna af hendi. En það er vinna sem hefur mjög alvarleg þensluáhrif í landinu sem hefur alla tíð haft neikvæð áhrif hagsmuni fólks í landinu. Það eru aðeins örfáir sem njóta góðs af slíkum framkvæmdum og betra væri að starfsmenn í slíkum störfum ynnu við framleiðslu á vörum sem skiluðu gjaldeyri. Kostnaður af slíkri þenslu hefur allar götur frá 1976 skollið framan í almenning í landunu. Einkum þó á launafólki.
Ég lít allt öðrum augum á þetta, því með því að rýra raforkukosti landsmanna með flutningi á orku til annarra landa er þjóðin í heild sinni að missa af mikilvægum atvinnutækifærum.
Kristbjörn Árnason, 21.4.2015 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.