21.4.2015 | 14:30
Velferðarkerfið stokkað upp
- Merkar og góðar hugmyndir frá Öryrkjabandalagi Íslands sem eru til þess fallnar að verða vísað til Alþingis til umræðu, er myndi síðan smíða frumvarp sem byggðist á þessum hugmyndum.
Það virðist vera ljóst að þessi skipulagsbreyting gæti orðið til þess að þjónustustig þessara stofnana myndi getað batnað verulega auk þess sem kostnaður gæti minnkað.
Það er aðeins eitt sem vantar inn í þessa mynd, en það er nýtt eftirlaunakerfi þar sem lífeyrissjóða kraðakið yrði einnig fært undir þessa stofnun. Í landinu yrði þá einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn og allir nytu samskonar eftirlauna.
En um leið yrðu lífeyrisjóðagjöld aflögð en lögum um tekjuskatta breytt. Þ.e.a.s. að allir aðilar einstaklingar launafólk, fólk í atvinnurekstri og fólk sem lifir á fjármagnstekjum greiddu samskonar tekjuskatta.
Einnig að svo nefnd launatengd gjöld (tryggingagjöld) yrðu lögð niður og slík sameiginleg stofnun tæki við þeim verkefnum sem þessum gjöldum væri ætlað að standa undir. Þetta er grundvöllur þess að hægt sé að skapa jöfnuð í landinu.
Með núverandi fyrirkomulagi á þessum málum og með því að laun stórra hópa í landinu eru fyrir neðan fátækra-mörk ríkir ekki stöðugleiki í landinu.
Það er liðin tíð, að það geti talist vera eðlilegt ástand að sterkir hagsmuna aðilar í atvinnulífinu stjórni þessum mikilvægu þáttum í velferðarkerfinu.
Kerfið ekki fyrir kerfiskarlana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.