Þeir eru ekki að hugsa um hænurnar

  • Heldur peningana sem þeir tapa á því að kjúklingarnir verði að unghænum og þá fæst miklu minna verð fyrir þá.
    *
  • Ótrúlegur væll hjá þessum atvinnurekandum sem eru beinir aðilar að núverandi kjaradeilum.

Í áratugi hafa þeir sem eru nefndir aðilar á vinnumarkaði gætt þess vendilega að opinberir starfsmenn verði ekki stefnumarkandi í kjaramálum.

1990, eftir þjóðarsáttarsamninganna ætluðu BHM að sækja rétt sinn samkvæmt sínum kjarasamningum um hækkun á launum.

Fóru allir aðilar í halarófu, þingmenn allra flokka, samtök atvinnurekenda og forystumenn ASÍ og formenn þeirra verkalýðsfélaga sem ekki tóku þátt í Þjóðarsáttarsamningunum til forsætisráðherra og kröfðust þess, að sett yrðu lög á BHM og samningar þeirra ógildir.

Ég viðurkenni að ég tók þátt í einni halarófunni og skammast mín enn fyrir það að vera þátttakandi.

Þeir eru sammála um það í samtökum atvinnurekenda og forystumenn í ASÍ að opinberir starfsmenn eigi í raun ekki að hafa fullan verkfallsrétt.

Nú vælir þessi hænsnaslátrari yfir því að fá ekki að slátra kjúklingum sínum á réttum tíma. Þessi slátrari eða a.m.k. fyrirtækið sem hann starfar í er auðvitað bara aðili að samtökum atvinnurekenda sem undanfarin 25 ár a.m.k. hafa ráskast með laun opinberra starfs-manna í öllum hópum.

Þ.e.a.s. samtökunum sem bera megin ábyrgðina á ástandi kjaramála hjá öllum hópum launafólks á Íslandi. Þeir atvinnurekendur sem settu þjóðina á hliðina 2008 eru einmitt áhrfaríkir aðilar í þessum samtökum.

Öll þessi ár hefur þeim tekist að miðstýra allri umræðu um kjaramál á Íslandi og hafa lagt stefnuna fyrir ríki og sveitarfélög íkjaramálum og haldið niðri öllum tryggingabótum Tryggingastofnunar.

Nú er svo komið að kjaramál almennings er í rústum og launamenn hafna forsjá þessara aðila í kjaramálum.

Komið hefur í ljós, sem hefur í raun verið vitað í áratugi að eðlilegar launabreytingar er ekki þessi stóra breyta í verðbólgumálum. Orsakanna er að leita í ranni eigenda fyrirtækjanna á Íslandi.

Kjúklingar í búum vaxa langt yfir leyfileg mörk á næstu dögum og brátt þurfa framleiðendur að aflífa þá og urða hræin, vegna verkfalls dýralækna. Skelfilegt, segir kjúklingaframleiðandi.
RUV.IS

mbl.is Brotið gegn dýravelferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Þér yfirsést eitt sem er faglegt.
Kjúklingar eru aldir í hollum. Það yrði ekki pláss fyrir annað holl, þannig að það yrði að útrýma einu holli.

Eins og færiband hvers endi er á ruslahaug, og ekki er tekið af því.

Jón Logi Þorsteinsson, 25.4.2015 kl. 07:13

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Jón Logi, það er hægur vandi að færa þessi dýr lifandi í annað húsnæði.Uns þeim verður slátrað. En ég veit að verðmæti framleiðslunnar myndi minnka við það.

Kristbjörn Árnason, 25.4.2015 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband