26.4.2015 | 13:26
Þetta með hvatann er vandmeðfarið hugtak í kjaramálum.
- Það vita forystumenn í samtökum atvinnurekenda.
Þeir hafa í gegnum tíðina barist fyrir því að hverskonar bætur eigi að vera mjög lágar. Sem dæmi má nefna örorkubætur og þó sérstaklega atvinnuleysisbætur.
Þeir óttast nefnilega samkeppnina um fólkið, því þeir vilja geta greitt laun sem eru undir fátækramörkum.
Í heildarkjarasamningum er ASÍ og SA er ævinlega samið um launaflokka sem ætlað er að stýra bótakerfinu og launum opinberra starfsmanna en hafa ekkert gildi á almennum vinnumarkaði.
M.ö.o. að það er enginn hvati fyrir ófagært fólk að fara til starfa þar sem boðið er upp á of lág laun. Sem eru mánaðarlaun undir 350 þúsund á mánuði. Það er meiri hvati til að fara bara á bætur.
En það er ansi snúið að taka undir það, að skólaganga eigi að ráða því hvað fólk fær í laun en ekki vinnuafköst og verðmætasköpun mannsins.
Þ.e.a.s. hvað hann skilar miklum arði fyrir það fyrirtæki sem hann starfar hjá. Það er nefnilega mjög algengt að lang-skólagengið fólk stendur sig illa í atvinnulífinu og skilar engum arði.
M.ö.o. að það er algjörlega persónubundið hversu miklum verðmætum hver starfsmaður skilar inn í það fyrirtæki sem hann starfar hjá.
Afköst mannsins er auðvitað sá eini eðlilegi og réttmæti kvarði til meta hvaða laun hver einn á að fá til viðbótar við lágmarkslaun.
Langskólagengnir geta orðið lasnir alveg eins og þeir sem ekki hafa langt nám að baki sér.
- Verkfallsvopnið er og verður ætíð algjört neyðarúrræði launafólks í átökum sínum við atvinnurekendur.
* - Verkafallsvopnið er einnig tvíeggjað sverð sem bítur í báðar áttir og bitnar raunar enn harðar á launafólki heldur en á elítunni sem Bjarni tilheyrir.
* - Sem betur fer fyrir alþýðu landsins er aðili eins og Ólafur Thors fyrrum formaður stórútgerðarinnar ekki lengur forsætisráðherra, en hann var ósvífnastur allra ráðherra á Íslandi gagnvart launafólki.
* - Það er kjarnastefna hjá Sjálfstæðisflokknum að láta aldrei opinbera starfsmenn ráða stefnunni í kjaramálum.
* - Það má búast við að reynt verði að kljúfa ASÍ-hópinn með því að reyna ná samningum við Reykjavíkurfélögin sem eins og oft áður eru með einhverja hnjáliðamýkt gagnvart Samtökum atvinnurekenda vegna markaðssamninga ýmiskonar.
Kröfur um 100% hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna þá að hafa lágmarkslaun ef vinnuafköst og verðmætasköpun á að ráða? Er ekki óeðlilegt að greiða full laun ef afköstin eru undir eðlilegum afköstum? Væri ekki eðlilegast að gera afköst fyrirtækisins upp í hverjum mánuði og greiða eftir því, sleppa launatöxtum, uppbótum, frí og veikindadögum?
Skjóttur (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 14:26
Nafnlausi maður! Fyrst þú veist ekki svarið hlýtur þú að vera með háskólapróf
Kristbjörn Árnason, 26.4.2015 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.