,,Þjóðarsáttin" 1990 var samningur um launalækkun hjá launafólki

  • Það er vissulega ágalli á íslenskri umræðu um kjaramál hversu lítil þekking er á málaflokknum hjá fréttamönnum ljósvakamiðlanna er.
    *
  • Blaðamenn dagblaðanna eru auðvitað að störfum við áróðurinn gegn launafólki eins og þessir miðlar hafa alltaf gert.

Fréttamennr éta allt upp eftir t.d. stjórnmálamönnum og starfsmönnum samtaka tvinnurekenda um kjaramál.Þeir fara nær aldrei í einhverja heimavinnu til að kynna sér málin

Hrópað er á nýja þjóðarsátt og kjarasamningar eins og gerðir voru 1990 og þeir sagðir lausnarorðið. Við erum reyndar fáir eftir sem tókum virkan þátt í þeirri samningagerð.

  • En svo virðist sem allir álitsgjafar viti ekki að það var samið um verulega kaupmáttarskerðingu með þeim samningum.

Þá var boðið upp í þann ræl sem dansaður er síðan og hefur verið stíginn í kringum vísitölurnar. Eitthvað um kaupmátt sem átti að verða eitthvað að meðaltali.

Raunverulegt samningsfrelsi afnumið hjá allmörgum stéttum, nýlega fengið samningsfrelsi hjá opinberum starfsmönnum var kastað út í buskann.

Bæði atvinnurekendur og flestir hópar í ASÍ töldu það vera eðlilegt ástand.

Þá var einnig samið um hverjar bótagreiðslur skyldu verða og hefur þeim með skipulögðum hætti verið haldið niðri að kröfu samtaka atvinnurekenda æ síðan. ASÍ félögin samþykktu þessar áherslur ár eftir ár.

  • Þetta samningaform hefur styrkt stöðu samtaka atvinnurekenda gríðarlega en hefur að sama skapi veikt stöðu launafólks og samtaka þeirra.
  • Ýmiskonar falleg loforð voru gefin 1990 um betri tíð fyrir launafólk sem aldrei hefur verið staðið við og síðari stjórnvöld töldu sig ekki bundin af slíkum loforðum.

Það var bara tímaspursmál hvenær syði upp úr. Samtök atvinnurekenda voru auðvitað alltaf meðvituð um þessa hættu. En frá og með þessum samninga-aðferðum sem byrjuðu að þróast 1985 hefur atvinnurekendum tekist að fá stanslausa ríkisstyrki til handa íslenskum atvinnu-rekstri..

Er ástand í íslensku atvinnulífi alls ekki eðlilegt að þessu leiti og launamenn greiða æ meira með atvinnu fyrirtækjunum með lágum launum sínum og háum sköttum sem eru meira og minna faldir í launatengdum gjöldum ýmiskonar sem nálgast það að vera fimmtungur af umsömdum launum launafólks.

Í margar vikur hafa atvinnurekendur nú verið að biðja um enn meiri ríkisstyrki.

En það er auðvitað löngu kominn tími á það, að ríkið að leysa deilurnar við sína starfsmenn. Háskólagengnir ríkisstarfsmenn eru á mjög lágum launum, inn í kjör þeirra hafa háir vextir af námslánum gríðarleg áhrif.

Það er auðvitað löngu kominn tími til þess að lækka þessa vexti. Það er óeðlilegt að rukka markaðsvexti af námslánum.

Þeim dönsku er alveg frjálst að hrista af sér hausinn í dönsku samtökum starfsfólks á hótelum og á veitinga-húsum. En þeir ásamt ferðaþjónustufyrirtækjum greiða lægstu launin á Íslandi og svíkja mest undan skatti.

Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsmanna hótela og veitingahúsa, segir að laun verkafólks í Danmörku séu mun hærri en á Íslandi. Danskir starfsbræður hans hafi skilning á þörfinni fyrir að hækka lægstu launin en þeir hristi...
RUV.IS

mbl.is Klöppuðu fyrir nýjum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband