11.5.2015 | 20:43
Eftir hrun
- Voru erfiðir tímar á Íslandi.
* - Hrunflokkarnir tveir hafa aldrei viðurkennt mistök sín
* - Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur vinstri stjórnarinnar tókst hægri flokkunum það sem spáð var, að þeir næðu aftur völdum.
Öll peningaöflin í samfélaginu ásamt samtökum atvinnurekenda herjuðu á fyrstu vinstri stjórnina í landinu. Þá dinglaði embættismanna kerfið með flokkunum sem höfðu útvegað þeim djobbin.
Áróðurinn og átökin voru hörð, þau voru pólitísk og þau jöðruðu við alvarleg brot á lögum um stéttarfélög vinnudeilur nr 40 1938 . Engin íslensk ríkisstjórn hefur í áratugi mátt þola annað eins.
Það var auðvitað staðreynd, að það var erfitt að taka við stjórn landsins og fjölmargir einstaklingar skyndilega orðnir þingmenn flokka sem þeir áttu litla sem enga samleið með. Allir þingmenn, í öllum þingflokkum voru í raun hálf hræddir við að gera mistök.
Þegar stóru sterku hagsmunaöflin réðust á ríkisstjórn-ina sem var með nær óleysanleg mál í höndunum ( t.d. Icesave)sem var arfur frá ríkisstjórnartíma Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þetta voru gríðarlega voru erfiðir tímar.
Einn var sá þáttur sem var mjög erfiður var að samtökum atvinnurekenda tókst að klúfa ASÍ í tvennt og byggingariðnaðurinn fór nú fram ásamt vinum sínum handan við borðið og kröfðust enn frekari skuld-setningar á ríkissjóði til að bjarga vinnuvélum.
En almenningur stóð ekki með ASÍ og þessi stóru samtök launafólks nutu ekki trausts hjá almenningi. Almenn-ingur bjargaði í raun ríkisstjórninni.
Nú virðast spillingaröflin vera að vopnum sínum á ný og samfélagið berst óðum að fyrra ástandi eins og það var fyrir hrun. Foringjar ríkisstjórnarinnar eru í innbirðis átökum um leiðir og gengur á ýmsu. Auðvitað því verkefnin eru erfið , hvað sem hver segir.
Þegar launafólk sér hvernig hlutirnir eru að fara gera þeir svo sannarlega kröfur um eðlileg laun.Landflótt-inn fer nú vaxandi á ný væntanlega vegna óstjórnar í landinu.
Við þessar aðstæður er ansi klént hjá fjármálaráðherra að áskaka millistéttarfólk um að reyna að koma í veg fyrir að lægstu launin fari í 300 þúsuns á mánuði. Það eru meginkröfurnar og þær kröfur njóta stuðnings þjóðarinnar.
Ríkisvaldið verður auðvitað að taka sig til í andlitinu að semja við sitt starfsfólk án þess að samtök atvinnurekenda sé þar með puttana í málum. Ríkið á ekki að styðja atvinnurekendur í einkarekstri til að greiða sínu launafólki eðlileg laun.
Það voru aldrei verkföll á íslandi öll valdaár Davíðs Oddssonar og raunar í 30 ár.
Kjaramálin brunnu á þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.