Hörð orð seðlabankamanna á dögunum, eru ekki í tengslum við raunveruleikann

  • Bankamennirnir virðast ganga út frá því sem vísu í afskiptum sínum að kjaramálum dagsins, að sá óstöðugleiki sem nú ríkir á Íslandi og hefur lengi verið
    *
  • Héldi áfram með því að lægstu launataxtar verka-lýðsfélaganna yrðu fyrir neðan fátækramörk um alla framtíð.
    *
  • Krafa Starfgreinasambandsins um að lægstu laun verði ofan við 300 þúsund á mánuði eftir þrjú ár á mjög sterkan stuðning með þjóðinni.
    *
  • Enda réttlát krafa og hún ein og sér setur ekki skútuna á hliðina þótt uppfyllt yrði eða annað jafngilt.

Enn kröfur um verulegar launahækkanir þeirra sem hafa miklu hærri laun njóta ekki stuðning með þjóðinni.

Stjórnvöld reka nú þann áróður að millistéttin á Íslandi komi í veg fyrir að hægt verði að hækka lægstu launaflokka sem eru 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu á 3 árum.

Hvað sem því líður verður að auka kaupmátt þeirra sem draga fram lífið undir fátækra mörkum.

En seðlabankastjórinn sagði blákalt að hægt væri að bæta stöðu láglaunafólks að hluta með skattakerfinu. En ef það yrði gert að hluta verður það ekki gert með að það láglaunafólk þurfi að bera aukna skatta eða skerta þjónustu á fjölmörgum sviðum samfélagsins vegna þess.

Hálaunfólkið í samfélaginu verður þá að bera þann kostnað ef farin verði einhver skattaleg leið, enda hafa núverandi stjórnvöld þegar verið að lækka skattahlutfall þeirra sem hafa mestar tekjur í landinu.

Þá er mikilvægt að fyrirtækin í landinu og eigendur þeirra taki þátt í slíku með miklu meiri skatta-greiðslum enda greiða þessir aðilar litla skatta sem enga til samfélagsins. Við blasir einnig hneykslið með veiðileyfagjöldin.

Þá er kominn tími til þess að endurskoða þá skattaáþján sem launamenn verða fyrir á vinnustöðum með ýmiskonar launatengdum gjöldum. Það eru gjöld sem nálgast óðfluga að vera 20% af umsömdum launum. Þá peninga mætti nota til að hækka laun launafólks án þess að það yrði kostnaðarauki fyrir fyrirtækin.

Það er eðlilegt að kosta þá hluti sem þessar skattagreiðslur launamanna eru notaðar í, með breyttum tekjusköttum allra þegna samfélagsins og að jafnrétti ríki í skattamálum. Það er eðlilegt að atvinnurekendur og fyrirtæki þeirra greiða sömu skatta af tekjum sínum og launamenn. Það sama á auðvitað við um þá sem hafa tekjur af fjármagnstekjum.

Persónuafslátturinn yrði síðan að nota til að skapa jöfnuð, þeir atvinnurekendur sem reyndu að komast hjá því að sýna tekjur, fengju á sig áætlun sem tæki mið af launum fólksins sem væru í vinnu hjá þeim.

Þá er það eðlilegt að fyrirtækin séu ekki félagar í samtökum atvinnurekenda heldur aðeins eigendur þeirra. Eins og staðan er nú eru það launamenn sem standa undir félagsgreiðslum fyrirtækjanna til samtaka atvinnurekenda.

Það má vel vera, að fyrirtækin muni fækka hjá sér starfsfólki hækki laun, ef svo færi væri það bara nauðsynlegar aðgerðir til að auka framleiðni í fjölmörgum fyrirtækjum. Það yrði e.t.v. sársaukafullt fyrir launafólk en slíkar aðgerðir verða ekki umflúnar um ókomna tíð ef hækka á laun.

Það yrði það sama sem myndi gerast ef upp yrði tekin evra á Íslandi. Þjóðin stendur auðvitað fram fyrir þeirri staðreynd að auka verður þjóðartekjur og það gerist ekki með aukinni stóriðju.

Launakröfur í kjaraviðræðunum eru ávísun á aukna verðbólgu, aukið atvinnuleysi og hærri vexti segir seðlabankastjóri. Hann segir að breytingar á skattkerfinu geti dregið úr þessum áhrifum, en það sé undir ýmsu komið.
RUV.IS

mbl.is Aukinn kraftur í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband