Það er uppi alvarleg staða á Íslandi

  • Það má segja að það ríki einskonar stjórnleysi og hreint virðingarleysi gagnvart launafólki.
    *
  • Bæði frá hendi samtaka atvinnurekenda og núverandi stjórnvalda sem er augljóslega hinn pólitíski armur samtaka atvinnurekenda í landinu.

Árum saman hafa þessir aðilar látið sem launamenn séu aðilar sem ekki þurfi að taka fullt tillit til.

Það er e.t.v. ekki undarlegt þar sem heildarsamtök launafólks hafa sýnt af  sér undarlegt máttleysi síðustu 30 árin eða svo. 

Ýmis mæliviðmið varðandi lífskjör almennings eru ekki viðurkennd af almenningi. Enda alls ekki eðlilegir mælikvarðar á lífskjör. Dansinum í kringum þessar vísitölur þarf að linna.

Þá skiptir einnig máli á hvaða launum hver er þegar reynt er að skoða lífskjör launafólks. Því það er mismunandi eftir launum fólks hvernig það notar laun sín. Finna verður upp ný eðlilegri viðmið þar sem inn koma þættir sem spegla núverandi áhrifaþætti eftir mismunandi launum hópa. Miðstýring kjaramála er úr sér gengin.

Afleiðingarnar hafa verið þær að lífskjör hafa sífellt versnað og munar þar mestum húsnæðiskostnað launafólks ásamt því að hin félagslega umgjörð fólks hefur verið að versna stöðugt árum saman.

Það sýndi sig best við hrunið, að almenningur hafði enga tiltrú að á t.d. ASÍ og þegar þau samtök reyndu þá að hressa upp á ímynd sína og mikilvægi með skipu-lögðum fundarboðum hringinn í kringum landið.

Launafólk mætti ekki á fundina. Þeir sem mættu voru stjórnir verkalýðsfélaganna og starfsmenn, engir aðrir nema þá gamalt fólk. ASÍ hefur hefur fyrir löngu misst tengslin við almenning.  

Nú rís almenningur upp og gerir eðlilegar kröfur til lífskjara, almenningur hefur tekið félögin í sínar hendur og lagt fram sín sjónarmið. ASÍ er enn úti í kuldanum og hefur enga tiltrú hjá almenningi.

Ekki bara það, þessi uppreisn byggist ekki á flokkspólitískum forsendum heldur af réttlátum kröfum um breytingar.

Stjórnvöld geta ekki bjargað neinu með óbeinum stuðn-ingi við fyrirtækin eins regla hefur verið frá 1986. Fyrirtæki sem ekki geta greitt fólki sínu 300 þúsund á mánuði á að leggja niður á stundinni.

Nýttar eru lýðræðislegar og löglegar aðferðir baráttunnar lögum samkvæmt.

Samtök atvinnurekenda brugðust skyldum sínum  vegna þess að þau áttuðu sig ekki á eðli þessara krafna.  Þeir áttu eðlilega að taka alvarlega kröfurnar frá Starfgreinasmbandinu 

Um að lágmarkslaun í landinu fyrir fullann vinnudag yrðu 300 þúsund á mánuði innan þriggja ára. Þjóðin styður þær kröfur og í raun eru það bara örfáir sem starfa eftir slíkum launatöxtum.

Því fyrr sem þessar kröfur eru samþykktar, verður eftirleikurinn auðveldari. Síðan er eðlilegt að settar verði mjög hóflegar krónutöluhækkanir á laun þeirra sem eru yfir þessum mörkum. Þjóðin styður ekki verulegar launahækkanir hjá þeim aðilum sem eru með lífvænleg laun.

Eftir því sem verkföll dragast á langinn herðast verkalýðfélögin í kröfum sínum, hver vika kostar 2% launahækkun. 

Nú eru þegar farnar að heyrast raddir frá einstakum fasistum sem segja að banna eigi verkföll, en minnast auðvitað ekkert á rétt atvinnurekenda til verkbanna og eða rétt þeirra til að reka fólk úr vinnu.

Það er auðvitað kominn tími til að endurskoða menntun viðskiptafræðinga sérstaklega, einkum siðfræðilega hlið starfsins sem hafa brugðist þjóðinni hrapalega sem sjá mátti á hruninu. 

Rétt væri að misheppnaðir viðskiptafræðingar verði látnir greiða að fullu fyrir háskólanám sitt sem ófaglært verkafólk hefur kostað með allt of háum sköttum sínum frá 16 ára aldri.


mbl.is 300 leggja niður störf í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband