Fullreyndar aðferðir á Alþingi, ruddaskap er gjarnan svarað í sömu mynt.

  • ,,Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, sagði stjórn­ar­and­stöðuna hafa sett ný met í málþófi og brotið flest­ar um­gengn­is­venj­ur og al­menna kurt­eisi við upp­haf þing­fund­ar í morg­un. Stjórn­ar­and­stæðing­ar hófu fund­inn á að ræða fund­ar­stjórn for­seta. Þing­fund­ur stóð til að ganga tvö í nótt". 

Þetta er auðvitað óstaðfest met.

Á síðasta kjörtímabili voru gerðar miklar málþófsæf-ingar sem ekki voru minni af vöxtum.

Það var vegna erfiðra mála eins og Icsave sem núver-andi stjórnarflokkar sköpuðu með slæmu stjórnarfari á samstjórnarárum sínum undir stjórn Davíðs Oddssonar. 

Vegna hagsmuna ákveðinna aðila í þjóðfélaginu var engin leið til þess að afgreiða þau mál með eðlilegum hætti.

Nú eru þessi mál enn, óafgreidd og yfir þjóðinni vofir erfitt málaferli þar sem gerðar eru fjárkröfur til íslendinga fyrir meira enn eitt þúsund evrur.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður sagði í sjnónvarpi að það væri lýðræðislegur og eðlilegur réttur minnihluta flokka á Alþingi að reyna að stöðva mál sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Í þessu sambandi er vert að minnast á tvö atriði, í skoðannakönnunum hefur oftar en einusinni verið kannaður hugur almennings til frekari virkjanna á Íslandi til að selja orku til erlendra aðila. Yfir 70% þjóðarinnar eru í andstöðu við slíka gjörninga.

Þá er vert að minnast þess, að núverandi stjórnarflokkar hafa mjög rúmann meirihluta á Alþingi. En á bak við þennan mierihluta er innan við 51% atkvæða miðað við úrslit síðustu kosninga.  


mbl.is Setji ný met í málþófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband