22.5.2015 | 17:11
Sannindin
- Á Íslandi er þessa daganna verið að takast á við skiptinga auðlindanna, sem þjóðin á sameiginlega.
* - þ.e.a.s. um arðinn af auðlindunum, hvernig á að skipta honum.
Sá virti embættismaður Magnús Pétursson nú verandi ríkissáttasemjari og sá embættismaður til margra ára sem flestir hafa getað borið traust til í starfi.Leggur áherslu á þetta í lýsingum sínum á núverandi vinnudeilum.
Magnús segir í viðtali við RÚV að samningar séu ekki reikningsdæmi nema að hluta til. Þeir snúist líka um hvað þyki sanngjarnt að niðurstaðan verði og um það sé tekist núna.
Ég held að það sé heilmikil ólga í samfélaginu. Við sjáum átök hér um fjölmörg málefni ekki bara um kaupið heldur um ýmis önnur atriði í samfélaginu.
Það er skipting auðlindanna, arðurinn af auðlindum, hvernig á að skipta því. Það eru átök eða ágreiningur milli hópa; hver er betur settur en annar. Þannig að það er ágreiningur um fjölmargt í samfélaginum, sem að ég er alveg sannfærður um að hefur áhrif á stöðu kjaraviðræðna. (RÚV)
- Nú skal færa allt í fyrra horf, þar auðmenn ráða og launamenn skatlagðir í drep
Þetta er rétt og nægir að minnast á hrunið þar sem fjárhagur unga fólksins bókstaflega hrundi. Fjárhagur menntafólksins og einkum láglaunafólks. Fólkið missti eigur sínar.
Nú horfir launafólk á það sama gerast og var svo sýni-legt fyrir hrun og birtingamyndin birtist algjörlaega með því, að sami fámennishópurinn hefur verið að ná á ný tökum á hinum íslenska þjóðarauði.
Erlendir aðilar hafa enn á ný safnast um orkuauðlindir þjóðarinnar eins hrægammar og ætla sér að hirða þær allar með tölu. Sama liðið og áður, er nú á fleygiferð við að þjónusta þessa aðila. Nú eru þeir enn komnir í ríkisstjórn.
- Það hefur alla tíð verið bullandi spilling í landinu, því er alveg eðlilegt á álykta sem svo að fulltrúar hrægammanna í ríkisstjórn og á Alþingi séu á launum frá þessum aðilum.
Það er einnig tekist á við fiskveiðiauðlindina, útgerðirnar tíu hafa náð heljartökum á auðlindinni. Það er ekki farið í neinar felur með tangarhaldið sem útgerðin hefur á ríkisvaldinu á Ísalandi. Útgerðin ásamt samtökum atvinnurekenda eiga þessa ríkisstjórn.
Þetta eru ekki bara að íslenskir útgerðarmenn, því erlendu útgerðaraðilarnir sem við þóttumst vera að reka út úr landhelginni forðum eiga nú stóran hlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtækjunum.
Almenningur ætlar sér ekki að sitja hjá án þess að láta til sín taka, einnig er beðið eftir frumvarpi um afnám á gjaldeyrishöftum og engin veit hvað í því er og eða hvaða áhrif það hefði á fjárhag almennings ef frumvarpið nær í gegn.
En það er ljóst, að ef það er óvinveitt almenningi verður það stöðvað í Alþingi eins og ræningja frum-varpið um virkjanirnar sem þegar er stopp á þinginu.
Þinglokum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.