Hægri maður í viðtali við Pressuna

  • Bjarni er um margt heiðarlegur í þessu viðtali þótt hans hægri sinnuðu viðhorf  komi skýrt fram.  Það er a.m.k. ljóst að það er ekki jafnaðarmaður sem þarna talar.
    *
  • En Bjarni viðurkennir „að umgjörð fjármálakerfisins hafi gjörbreyst á undanförnum árum, þannig að það er mun betur í stakk búið til að takast á við umhverfið en fyrir hrun.
    *
  • Lagaumgjörðin hefur verið bætt og mun gera það enn frekar með frumvarpi um opinber fjármál sem nú liggur fyrir Alþingi. Komið hefur verið á fjármálastöð-ugleikaráði og kvaðir settar á fjármálafyrirtæki“.
    *
  • M.ö.o. að margir góðir hlutir hafa verið gerðir á síðasta kjörtímabili á meðan vinstri stjórnin hafði forystu um landsmálin.  Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn hefur um margt fylgt eftir þeirri stefnu sem mótuð var, þótt víða hafi verið sveygt af þeirri leið.

Áfram segir Bjarni:
„Þetta allt saman skilar gjörbreyttri umgjörð. Svo er það rétt hjá þér (fyrirspyrjandi) að við munum áfram þurfa að einhverju leyti að byggja á þjóðhagsvarúðar-tækjum sem að einhverjir myndu segja að væri ígildi hafta en í mínum huga er það allt annað en þessi höft sem við erum að nota undanfarin ár“.

Síðar segir Bjarni:
„Ég er þeirrar skoðunar að í dag séu Íslendingar í sterkustu stöðu sem við höfum nokkru sinni verið í, séð frá efnahagslegu sjónarmiði".

- Ertu að tala um eftir hrun eða frá upphafi?

Bara nokkru sinni. Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því. Annað hvort í gegnum gengið eða með öðrum hætti, sem að það gerði.

En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við í fyrsta lagi með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd og undirstöðuatvinnugreinarnar, þær standa allar betur en þær gerðu þá.

  • Það vekur svo sannarlega athygli Að Bjarni notar hugtakið landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu.En það eru auðvitað erlendu stófyrirtækin sem hafa á liðnum árum verið sterkir í því að auka landsframleiðsluna.

En nú í umræðunum um kjörin hafa samtök atvinnurekenda ásamt ráðherrum klifað á því að auka þurfi framleiðni í íslenskum fyrirtækjum.

M.ö.o. að auka þurfi þjóðarframleiðsluna, að verðmæti framleiðslunnar á hverjum starfsmanni verði að aukast.

En þessir aðilar forðast að minnast á þá staðreynd, að það er fyrst fremst í höndum atvinnurekenda að auka framleiðnina í atvinnulífinu.

Það snýst nefnilega ekki um að auka vinnuhraðan endilega eða afköstin, heldur fyrst og fremst um að vinna hvers og eins skili meiri arði í íslenskum fyrirtækjum. Einnig að íslenskum fyrirtækjum fjölgi en ekki erlendum fyrirtækjum eins og þróunin hefur verið árum saman.

Það er erfitt að átta sig á þessum orðum Bjarna eftir það sem er undan gengið:
„Gangi spár eftir erum við að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar seinni tíma.“

Þá hefur vöxturinn í ferðaþjónustu skapað það miklar gjaldeyristekjur að Seðlabankanum hefur tekist að byggja upp stærri óskuldsettan gjaldeyrisvaraforða.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil meina að við höfum aldrei áður staðið jafnsterkt eins og við gerum akkúrat í dag. Það er auðvitað hægt að missa niður þessa góðu stöðu.

Það eru varúðarorðin sem að hafa verið höfð uppi af Seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum í tengslum við átök á vinnumarkaði þessa dagana.“

- En einmitt þessar atvinnugreinar sem þú nefnir, það hefur staðið um þær miklar deilur og það er ákall úti í samfélaginu að þjóðin eigi að njóta meiri arðs af þeim.

„Ég held samt að þessum greinum standi takmörkuð ógn af því.

Ég skynja alveg hin undirliggjandi átök og það er meðal annars af þeirri ástæðu sem að ég talaði um það í vikunni að það er orðið tímabært að færa í stjórnarskrá, löngu tímabært reyndar, auðlindaákvæði um bæði sjávarútveginn og reyndar líka ferðaþjónustuna og orkuna.

Að við setjum í stjórnarskrá ákvæði til þess að undir-strika að náttúruauðlindirnar séu í sameiginlegri eigu þjóðarinnar og það beri að nýta þær á sjálfbæran hátt og í þágu þjóðarhagsmuna. Þetta held ég að skipti máli til að fá betri sátt um framtíð þessara undirstöðuatvinnugreina.“

Hvað ætli Bjarni eigi við með þessum orðum?

  • Það er auðvitað morgunljóst að skapa verður sátt um arðinn af auðlindum þjóðarinnar og að hann renni til þjóðarinnar.
    *
  • Slík sátt er ekki í dag og núverandi ríkisstjórn hefur á margan hátt gengið gegn því að þessi almenna sátt ríki eins og sjá má að staðreyndin er á Norðurlöndunum.

-Getur það ekki verið að þetta ákall sé uppi vegna þess að fólk horfir upp á fyrirtæki eins og HB Granda greiða hluthöfum sínum milljarða í arð en neitar á sama tíma að hækka laun starfsfólksins svo nokkru nemi?

Ég skil það mjög vel að fólk spyrji sig hvort það sé eðlilegt að fyrirtæki sem er að nýta sameiginlega auðlind geti greitt arð sem hleyur á milljörðum til hluthafanna.

En þá verðum við að gera kröfu til þess að það sé ákveðinnar sanngirni gætt og menn geta spurt sig, hvað hafa eigendurnir bundið mikið fé í fyrirtækinu.

Hvað kostar HB Grandi ef þú ætlar að eignast fyrir-tækið? Hvað eru hluthafarnir með mikið fé bundið þar? Hver er eðlileg og sanngjörn ávöxtun á það hlutafé allt saman?

Ef menn setja þetta í þetta samhengi, þá kannski dregst upp aðeins önnur mynd en ef þú horfir bara á það að það séu að koma einn, eða tveir eða þrír milljarðar í arð.

Það er þetta samhengi hlutanna sem þú hlýtur að þurfa að vera með í umræðunni um það hvort arðurinn sé eðlilegur. Það er ekki bara hægt að vísa til þess að verið sé að nýta sameiginlega auðlind. Og að sjálfsögðu greiða fyrirtæki eins og Grandi alla skatta, veiðigjöld og svo framvegis.

  • En þessi sjónarmið eru ekki ríkjandi hjá Bjarna og félögum þegar um Landsvirkjun og virkjanir er um að ræða, ógnar dýrar framkvæmdir sem ekki skila arði á sama mælikvarða og Bjarni telur að eðlilegt að sé hjá útgerðarfélögunum.

Ekki má dæma hugmyndir ríkisstjórnarinnar fyrirfram varðandi losun haftanna og skattlagningu slitabúanna.

En reynslan ætti að vera búin að kenna okkur íslendingum að í stórum málum er mikilvægt að skapa samstöðu milli allra stjórnmálaflokka eins og hægt er, við almenning og einnig við samtök launafólks og atvinnurekenda

 

 


mbl.is Bjarni: Staðan aldrei sterkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband