25.5.2015 | 20:43
Ekki er hægt að fresta verkföllum hjá opinberum starfsmönnum
Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru síðan sett sérstök lög um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, lög nr. 29/1976. Samkvæmt þeim lögum fór BSRB með umboð til að gera aðalkjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd aðildarfélaga sinna, en aðildarfélögin önnuðust síðan gerð sérkjarasamninga. Samkvæmt þessum lögum hafði BSRB rétt til að fara í allsherjarverkfall í þeim tilgangi að knýja á um gerð aðalkjarasamnings. Verkfallsrétturinn var þó takmark-aður á ýmsan hátt og aðdragandi verkfalls var með öðrum hætti en á almennum vinnumarkaði.
Sú sérstaða gildir enn um opinbera starfsmenn að félög þeirra hafa verkfallsrétt, en atvinnurekandinn, sem er ríkið, hefur ekki verkbannsrétt. Leiðir það af sérstöðu ríkisins sem atvinnurekanda.
Enn einu sinni kemur í ljós hversu alvarlegar þessar takmarkanir geta verið. Opinberir starfsmenn geta t.d. ekki frestað verkfalli eins og félögin á almennum vinnumarkaði geta gert.
Um aðra starfsmenn í þjónustu ríkisins giltu fram til 1986 ákvæði laganna frá 1915, sem bönnuðu opinberum starfsmönnum að fara í verkfall. Þau lög eru enn í fullu gildi fyrir tiltekna hópa opinberra starfsmanna.
Ýmsir annmarkar voru á þessu fyrirkomulagi og hafði BSRB lengi krafist þess að einstök aðildarfélög færu með samningsrétt eins og gilti á almennum vinnumarkaði og samtök háskólafólks höfðu lengi krafist verkfallsréttar.
Árið 1986 voru sett ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 94/1986. Meginrökin fyrir sérstökum lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna fólust annars vegar í sérstöðu þeirra hvað ráðningarkjör varðar og hins vegar í sérstöðu ríkisins sem vinnuveitanda og þeim skyldum sem ríkið hefur lögum samkvæmt á ýmsum sviðum, þar á meðal í verkefnum sem geta ekki verið háð verkföllum. Sjá Alþingistíðindi 1986, umræður, dálkur 1320 og áfram.Sú sérstaða gildir enn um opinbera starfsmenn að félög þeirra hafa verkfallsrétt, en atvinnurekandinn, sem er ríkið, hefur ekki verkbannsrétt. Leiðir það af sérstöðu ríkisins sem atvinnurekanda.
Enn einu sinni kemur í ljós hversu alvarlegar þessar takmarkanir geta verið. Opinberir starfsmenn geta t.d. ekki frestað verkfalli eins og félögin á almennum vinnumarkaði geta gert.
- Það hefði t.d. komið sér vel fyrir báða samnings-aðila að það hefði verið hægt nú í þessari lotu að BHM hefði getað frestað verkfalli um einhvern tíma úr því að ríkið gat hugsað sér að fórna hagsmunum sjúklinga með þvi að ræða ekki við háskólamenn. Þannig minnkað hugsanlegan skaða.
Fresta verkföllum um fimm sólarhringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig í ósköpunum færð þú út að ríkið sé að fórna sjúklingum?
Sindri Karl Sigurðsson, 25.5.2015 kl. 23:32
Sæll Sindri karl, það er mikill munur á því hvort fórnað sé hagsmunum sjúklinga eða sjúklingum sjálfum sé fórnað. Ábyrgðin á þessu ástandi er auðvitað jöfn hjá báðum aðilum og þegar annar aðilinn hefur ekki áhuga á því að ná samningum verður ábyrgðin hans miklu meiri en ef hann reyndi raunverulega að ná árangri.
Kristbjörn Árnason, 26.5.2015 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.