4.6.2015 | 07:18
Er ekki eitthvað vantalið hér á þessum bæ?
- Í þessari frétt segir frá efni sem fram kom á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem haldinn var á þriðjudag en fyrirtækið lét KPMG reikna út skattaspor fyrirtækisins.
* - Fyrirtækið er hér að telja upp framlag starfsfólksins til opinberra aðila og lífeyrissjóða sem einnig eru skattpeningar í raun. En stórum hluta af greiðslum launafólks er greinilega sleppt.
* - Fyrirtækin telja sig greiða skatta sem kölluð eru launatengd gjöld (Tryggingagjöld og mótframlag vegna lífeyrissjóðagreiðslna) sem eru hvoru tveggja skattar sem launafólk greiðir.
Mér sýnist þetta vera mjög vantalið, því það sem sagt er vera framlag fyrirtækjanna í lífeyrissjóðagreiðslunum eru umsamdar greiðslur launafólks í sjóðina. Eigendur fyrirtækjanna greiða ekki þessar greiðslur þó þeir standi skil á þeim.
M.ö.o. umsamdar greiðslur í lífeyrissjóðina samkvæmt kjarasamningum. Samtals 12,5% að lágmarki. Umsamið er hvernig greiðslunum er skilað, samningar sem fá bakstoð í lögum.
Þá eru það launatengdu gjöldin sem kölluð hafa verið Tryggingagjöld ekki inni í þessari mynd. Þau gjöld eru einnig skattagreiðslur starfsfólksins en ekki eigenda fyrirtækjanna.
Rétt skal vera rétt.
Þetta eru samtals afar háir skattar til viðbótar þeim beinu sköttum sem launamenn greiða sem eru að lágmarki um 37% af launum.
Það versta við þessa skatta launatengd gjöld og greiðslurnar í lífeyrissjóðinar eru flatir skattar rétt eins og útsvarsgreiðslurnar.
Drjúgt framlag starfsmanna VSV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.