Ráðherrar orðnir pólitískir flóttamenn

Morgunblaðið er í miklum vanda með sína menn

  • Blaðið á í vandræðum með að segja frá afrekum ráðherranna í ríkisstjórninni því sumir eru í endalausu klúðri
  • Ólíkar eru athafnir ráðherranna þótt báðar séu þær heldur ógeðfeldar. Annar vill færa ríkisstofnanir með valdi frá Reykjavíkursvæðinu. Á meðan hinn vill færa mikilvægar stofnanir frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Sjávarútvegsráðherrann réðist með oforsi á starfsmenn fiskistofu í byrjun síns starfsferils og tilkynnti starfsfólki að stofnunin yrði flutt til Akureyrar innan árs með manni og mús.

Starfsfólk tók upp varnir enda engin lög sem heimila þessi fantalegu vinnubrögð sem líktust einna helst vinnubrögðum einræðisherra í einhverju einræðisríkinu.


Nú hefur þessi ráðherra gefist upp að sinni, en vinur hans forsætisráðherrann er að reyna að fá samþykkt lagafrumvarp sem á að gefa ráðherrum frelsi til að færa allar þær stofnanir sem undir hann heyra, hvert á land sem hann vill.

Almennt eru íslendingar hlynntir því að opinberar stofnanir dreifist um landið en ekki að slíkt sé gert í einhverju gerræðiskasti ráðherra hverju sinni.

Nú kemur skólamálaráðherrann fram sviðið og skýrir frá nýjum valdsboðum af hans hálfu. En strax eru komnar einhverjar vomur á hann


Hann hefur gefist upp á því geræði sínu að ætla að leggja niður fjölda framhaldsskóla á Norðurlandi og að sameina þá í einn skóla á Akureyri. Nú hefur hann hrakist frá þessari ætlun sinni sem betur fer.

Þá hafði ráðherrann ætlað að loka framhaldsskólum fyrir nemendum eldri en 25 ára sem voru á bóknáms-brautum. ASÍ troð þessari áætlun ráðherrans ofan í kok á karli sem hefur lofað því í tengslum við kjarasamninganna að draga til baka allar áætlanir í þessa veru.

Nýjasta geræðishugmynd ráðherrans gengur út á það, að allt framhaldsnám í tónlistarsviðinu verði aflagt á landsbyggðinni og fært til Reykjavíkur.

Þ.e.a.s. hann vill færa alla slíkar skólastofnanir til höfuðborgarinnar svo kostnaðurinn færist til nemenda og foreldra þeirra. Afleiðingar verða auðvitað að fjölmörg landsbyggðar ungmenni geta ekki sótt tónlistanám.

Þetta á ekki að koma neinum á óvart, en fyrir nokkrum árum byrjaðu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins að einka-væða allt iðnnám í landinu.

Frá þessum fasisku hugmyndum eignalausa ráðherrans segir bæði á forsíðu Fréttablaðsins í dag og í kvöldfréttum RÚV.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir koma til greina að ríkið veiti einum tónskóla á höfuðborgarsvæðinu fjármuni til að bjóða upp á tónlistarnám á framhaldsskólastigi.
RUV.IS

mbl.is Engar ákvarðanir teknar um tónlistarnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband