15.6.2015 | 18:09
Okur verðhækkanir
- Þetta eru auðvitað fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir
Þessar verðhækkanir sem syndar eru á þessari töflu hér í fréttinni eru miklu meiri en launahækkanir einar gefa tilefni til.
Enginn segir eitt einasta orð við því þegar atvinnu-rekendur hækka vöruverð langt umfram þau áhrif kjarasamningar sem gefa tilefni til. Eins og ég segi, íslenskir atvinnurekendur eru óhæfir.
Á síðasta ári var samið um 2,8% launahækkun en vöruverð hækkaði margfalt. Jafnframt má sjá á þessari töflu, að jafnvel þótt laun hefðu verið lækkuð hefði vöruverð samt hækkað.
Kostnaðarhlutfall launa í þessum fyrirtækjum er að jafnaði innan við fjórðung af kostnaði eða um innan við 25%.
Laun hafa enn ekki hækkað um einhver 25% með síðustu samningum eins og halda mætti af hækkun ,,Tradex á sínum vörum. Það á vörum sem voru framleiddar eða keyptar til landsins fyrir gerð samninganna.
Það er ekki einu sinni búið að samþykkja samninganna, þessar vörur hafa enn ekki tekið á sig áhrif vegna kjarasamninganna sem gerðir voru fyrir nokkrum dögum
Segja kjarasamningana hafa áhrif á verðlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Ekki í fyrsta skiptið, Þegar Davíð lækkaði vask úr 14%í7% þá var sama sagan uppi á teningnum flestir Birgjar hækkuðu þá vöruverð,þetta veit ég því að þá ráku krakkarnir mínir sjoppu og þurftu að hækka vöruna sem nam þeirri hækkun,svo þegar viðskiptavinirnir komu að kaupa þá varð allt vitlaust, því þeir vildu að sjálfsögðu fá lækkun sem ekki var hægt og starfsfólkið fékk yfir sig allar skammirnar.Ég verð þess vegna svo reið þegar forsvarsmenn Verslunar og þjónustu ásamt ráðamönnum þessa lands koma fram og segjast treysta kaupmönnum til að hækka ekki vöruverð.
Launafólk á að hafna samningum núna og gera kröfur um hækkun skattleysismarka ásamt vaxtalækkun því annars klárast öll launahækkunin í vöruverð og húsnæðislán.
Að lokum langar mig að segja frá því að ég sat einn morgun eftir að sykurskatturinn átti að vera lækkaður ásamt niðurfellingu vörugjalda í nokkrar verslanir að kanna lækkunina, niðurstaðan var sú að sykurinn sjálfur lækkaði en flestar þær vörutegundir sem voru með sykri lækkuðu lítið eða ekkert og mjög fáar vörur báru vörugjöld eftir niðurfellinguna.
Sandy, 16.6.2015 kl. 14:25
þetta með lækkun vaskinum á íslenskum landbúnaðarvörum um árið. Var fyrst og fremst styrkur til landbúnaðar á Íslandi. Landbúnaði vantaði hærra verð, en almenningur hefði ekki verið tilbúinn til að greiða hærra verð
Kristbjörn Árnason, 16.6.2015 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.