17.6.2015 | 12:46
Kjósendur Sigmundar Davíðs, púa á forsætisráðherrann í dag.
- Enn eitt árið heldur ríkjandi forsætisráðherra áróðursræðu á Austurvelli á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar.
* - Dagurinn sem ráðastéttin hefur valið sem þjóðhátíðardag íslensku þjóðarinnar.
Við höfum lært af skólabókum að Jón Sigurðsson sé þjóðhetja þjóðarinnar. En þjóðhetja hverra?
Eitt er víst að hann var ekki þjóðhetja stéttlausa fólksins á Íslandi. Réttindalausa fólksins sem voru þrælar á íslenskum sveitabæjum.
Jón sem dvaldi langdvölum í Kaupmannahöfn þar sem var í gangi lifandi umræða á hans tíð um hörmungar fátækra í borginni og um réttleysi þeirra hvervetna í danska konungsveldinu og á Íslandi einnig.
Málsmetandi fólk í Danmörku krafðist úrbóta fyrir þetta fólk, en Jón lét sem þetta fólk væri ekki til og ekki sinnti hann íslendingum í rasphúsinu.
Það hentaði auðvitað ekki pólitískum hagsmunum Jóns Sigurðssonar enda var hann fulltrúi fyrir yfirstéttina á Íslandi í lifanda lífi og er enn þjóðhetja þeirrar stéttar.
Þótt fjöldi ungs fólks komi þennan dag á Austurvöll og púi á ráðmenn þjóðarinnar sem í krafti tæplega 51% meirihluta í síðustu kosningum hefur með ofstopa ráðist á kjör láglaunafólks í landinu.
Sett lög á flesta hópa launamanna nema þá sem taka þátt í spillingarleiknum með þeim og afnumið stjórnar-skrárvarin réttindi launafólks.
Þeir hafa einnig hyglað stórútgerðarmönnum og erlendum stóriðjueigendum á kostnað launafólks.
Á Alþingi hefur mátt í vetur sjá með óvenjuskýrum hætti hvernig ýmsir þingmenn vinna fyrir áðurnefnda kostunaraðila sína.
Fólk sem hefur greinlega selt sálu sína í hendur slíkra aðila. Fólki sem er greinilega sama um hag þjóðarinnar.
- Mörgæsaklædda fólkið sem mætir á Austurvöll fyrir kl 11:00, 17. júní ár hvert eru ekki varðmenn fyrir lýðræði á Íslandi. Heldur hið gagnstæða.
Í morgun mætti þarna fólk sem lét fína fólkið vita, að það þessi sauðsvarti almúgi krefðist þess að í landinu verði lýðræði.
Þessi krafa hefur nákvæmlega ekkert með kristni að gera, en Jesú var hinn fyrsti sem vita er um að hafi gert kröfur um réttlæti fyrir alla.
Þetta sauðsvarta fólk ber örugglega bjartara trúarþel í brjósti og eru kristnari enn einstaklingar sem segjast kristnir og eru í valdastétt.
Jesú lifði í miklu og grimmu kúgunarsamfélagi þar sem voru eftirlitsmenn á hvervetna að gæta þess að allir virtu reglur gyðingatrúar valdastéttarinnar í Palestínu.
Það voru ekki trúarbrögð almennings þar í landi heldur gamallar yfirstéttar sem er af sögunni þekktir fyrir hina mestu grimmd sem sögur fara af. Enn er grimmdin fyrirferðarmikil í ráðamönnum gyðingatrúarinnar þar í landi
Rétt er að taka það fram, að ég eins og aðrir krakkar sem ólumst upp Þingholtunum og allt í kringum Austurvöll sem var daglegt leiksvæði okkar. Seldum auðvitað merki fyrir 17.ann til að heiðra Jón forseta.
En frá líklega 6 ára aldri hef ég ekki komið á Austurvöll 17. júní og hef ekki hug á að breyta þeim vana úr þessu enda kominn í úreldingu og á eftirlaun fyrir löngu.
Tívolíið var miklu áhugaverðara þennan dag fyrir og um 1950
Púað á Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Athugasemdir
"Þótt fjöldi ungs fólks komi þennan dag á Austurvöll og púi á ráðmenn þjóðarinnar sem í krafti tæplega 51% meirihluta í síðustu kosningum hefur með ofstopa ráðist á kjör láglaunafólks í landinu."
Það er margt í mörgu. BHM og hjúkrunarfræðingar vilja meiri launahækkanir en þeir sem hafa lægstu launin og vilja því í raun auka ójöfnuðinn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 13:54
Það er satt: Það er margt í mörgu, í maganum á Ingibjörgu.
Ég er í sjálfum sér ekkert að vorkenna háskólamönnum sérstaklega. Ég er bara að minna á að ríkisvaldið undir stjórn núverandi stjórnmálaflokka hefa verið við stjórnvölinn á Íslandi frá 1995 til 2007 og nú aftur frá 2013. Þessir flokkar hafa verið iðnir við að taka samningsréttinn af launafólki.
En bara svo þú vitir það, að það er óeðlilegt að samtök atvinnurekenda geti með Flóabandalaginu ráðið launastefnu samfélagsins með núverandi stjórnarflokkum. Þetta var að gerast nú og þannig hefur það verið allar götur frá 1993. Þetta er það sem kallast valdbeiting á íslensku. Þeir hafa sameiginlega frá 1993 getað afnumið verkafallsrétt annarra verkalýðsfélaga í landinu. Samtök atvinnurekenda hafa í raun ráðið því hver launakjör opinberra starfsmanna eru á hverjum tíma. En sérstaklega hefur þetta farið illa með ekki bara opinbera starfsmenn, heldur einnig launafólk á landsbyggðinni og þá sem eru á eftirlaunum eða örorkubótum hverskonar.
Þetta hefur orsakað það, að stórir hópar launamanna einkum iðnaðarmenn og stórir ráðandi hópar í Flóabandalaginu hafa gert baksamninga um allt önnur kjör en launataxtar félaganna segja til um að séu þeir launataxtar sem greiða á laun eftir. Laun þessara hópa eru almennt miklu hærri en laun háslólamenntaðra starfsmanna ríkisins.
Af þessum 70 árum frá lýðveldisstofnun hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið ráðandi í ráðuneytum í 54 ár og lang oftast í forsætisráðuneyti. Oftast og lengst hefur Framsóknarflokkurinn verið með þeim í ríkisstjórn.
Þetta kjarasamninga fyrirkomulag er löngu sprungið og svik Flóabandalagsins eru mjög alvarleg við aðra félaga innan ASÍ eins og í Starfsgreinasambandinu sem er að semja um raunverulega launataxta.
Kristbjörn Árnason, 17.6.2015 kl. 14:32
Langflestir iðnaðarmenn eru farnir af landinu vegna verkefnaskorts. Þeir geta engan veginn verið vandamálið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 15:10
Elín, ég er gamall iðnaððarmaður og fyrrum formaður í einu af þessum iðnaðarmannafélögum. Þeir sjálfir eru ekki vandamálið. Heldur er ég að segja þér hvernig kjarasamningar hafa þróast vegna þessarar miðstýringar.
En það eru auðvitað bara yngri mennirnir sem hafa líkamlega getu og kjark til að fara til útlanda og algjör neyð. Viðgamlingarnir förum yfirleitt ekki þótt við séum farnir að lækka í launum.
Kristbjörn Árnason, 17.6.2015 kl. 15:22
Ég kaus hann ekki síðast en mun gera það nú
einhver verður að sporna við þessu ofbeldi sem þessir heilalausu mótmælendur
hika ekki við að beita venjulegu fólki
og traðka miskunarlaust á rétt þeirra að njóta kyrrðarstundar
Grímur (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 15:38
Grímur heilalausi...SDG hefur náð að grafa sig inn í hausinn á þér með ávarpinu í dag. Það var verið að reyna að koma í veg fyrir lygarnar í honum heyrðust, en þá komst þú.....
Már Elíson, 17.6.2015 kl. 17:09
Ég hef aldrei á ævi minni kosið Framsóknarflokkinn en sjónarmið Gríms er vel skiljanlegt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.