Ég skil vel sárauka hjá fólki

  • Þetta er auðvitað einnig tillitsleysi og ósvífni hjá einhverjum og eða gríðarlegur aumingjaskapur hjá þeim sem eiga að bera ábyrgð á því að þessi mál séu í lagi.
    *
  • Þetta er einnig alvarlegt virðingaleysi við eftirlifendur þeirra látnu
    *
  • Fólk fer ekki öðruvísi í gegnum lífið á Íslandi en að greiða allt sitt líf kirkjugarðsgjöld. Þannig að hver sá sem lagður er til hinstu hvílu hefur þegar greitt fyrir sína þjónustu í kirkjugörðum landsins.

En hugga sig má því að átta sig á því, að þeir sem voru lagðir í þessa kirkjugarða eru auðvitað dánir og átta sig ekkert á ástandi kirkjugarða.

En ástandið ber auðvitað vitni um hug eftirlifenda, til þeirra sem lagðir voru til hinnar hinnstu hvílu á þessum stöðum. Eins og það er orðað á kirkjugarðamáli.

En þar sem þetta dána fólk er ekki með nein hagsmunasamtök er ekki von að vel fari, því Íslandi er stjórnað af hagsmunasamtökum.

En ég hef miklu meiri áhyggjur af þeim sem enn eru lifandi og þurfa að treysta á sjúkraflug. Einkum er varðar ástandið á flugvöllum á landsbyggðinni. Víða eru almennir flugvellir eitt drullusvað og illfærir flugvélum, sjúkraflugvellir í nánast horfnir undir grænar torfu.

Síðan eru menn að hafa áhyggjur af eina þokkalega sjúkraflugvellinum í landinu sem er í Reykjavík sem þó í þokkalegu ástandi, en ekki meira en það.

Hvernig stendur á því, að það séu ekki starfandi þokkalega sjúkrahús um allt landið? Hvers konar miðstýringaárátta er í heilbrigðiskerfinu?

Síðan er fólk að dunda sér við það, að hafa áhyggjur af líðan fólks sem er löngu dáið.

Eða hefur einhver þá skoðun, að fólk sem hefur verið moldað fylgist með því hvernig garðræktin gengur í kirkjugörðum.


mbl.is „Fólki er ekki sama“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband