11.7.2015 | 10:22
Fólk fer nú dómstólaleiðina í apotekið
- Það er orðið ansi hastarlegt ef fólk þarf að fara með mál sín fyrir dómstóla til að fá eðlileg lyf.
Nýlega tapaði ríkið samskonar máli í raun og veru þegar ung daufdumb kona þurfti að fara dómstólaleiðina til að fá túlkaþjónustu.
Þetta virðist vera sá veruleiki sem íslendingar búa við um þessar mundir.
Þetta er auðvitað mjög skerandi í augu á tímum þegar þegnum landsins mismunað með mjög alvarlegum hætti.
Sumum hópum er á sama tíma hyglað með yfirgengilegum skattalækkunum. Er þýðir skattahækkun hjá öðrum.
Öðrum er boðið að fénýta auðlindir þjóðarinnar fyrir smáaura og allt er gert til að festa slík ólög í sessi.
Kaupmenn hafa verið að fá hækkanir á álgningu sína á innfluttum vörum með afnámi á sköttum innflutnings-verslun í landinu. Nokkuð sem ekki lækkar vöruverð. Boðaður hefur verið enn meiri stuðningur við þessa kaupmenn
Afleiðing verður hækkun á almennum sköttum launafólks samfara þverrandi almanna þjónustu. Þá tekur við avæðing í heilbrigðis- og skólamálum
Tollar af 1933 vörum afnumdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.