Botnleðju umræðan

  • Auðvitað á ferðaþjónustan að skila fullum virðisaukaskatti
    *
  • Af Þingvallamyndum að dæma, er greinilegt að lorrarnir eru af íslenskum stofni.
    *
  • Ég segi bara eins og íslenski sjómaðurinn í Barentshafi um árið er hann sá í augun á þorskum þar. Það er greinilegt að þetta eru íslenskir þorskar. 

Það er eðlilegt að erlent ferðafólk þurfi að greiða sama skatt í landinu þegar þeir dvelja hér og heima-menn gera sem hér búa. Það er miklu eðlilegra heldur enn að búa til eitthvert sér skattkerfi fyir þetta fólk.

Þá er nauðsynlegt að virðisaukaskattur sé greiddur af allri keyptri þjónustu í landinu eins og t.d. á þjónustu hótela og vegna samgangna.

Þá er nauðsynlegt að leyfa komugjöld á ferðamannastaði sem uppfylla skilyrði til þess. En slíkir staðir verða að vera undir eftirliti um að staðirnir uppfylli skilyrðin og greiða allan kostnað af slíku eftirliti.

En hún eins og aðrir hægri menn ræða hlutina alltaf út frá hagsmunum fyrirtækjanna rétt eins og þessi mál komi ekki almenningi í landinu við.

Í því sambandi er vert að minnast þess, að með því að hygla sumum bitnar það á launamönnum með hærri tekjaskattgreiðslum og jafnvel hærri útsvarstekjum eins og nú hefur komið á daginn.

Þessi botleðju umræða er auðvitað allri stjórnsýslu um ferðaþjónustuna til háborinnar skammar.

mbl.is„Gerið þetta í klósett, ekki skurðinn“



mbl.is Massatúrismi af verstu gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband