19.7.2015 | 13:48
Sérkennilegar orðskýringar
- Afurðarstöðvar að fá verðhækkanir
Í vikunni voru tilkynntar verulegar hækkanir á landbúnaðarvörum. Fram kemur í skýringum að þessar hækkanir renni að mestu til afurðarstöðvanna en ekki nema verulega miklu minna til bænda.
- Það væri mun auðveldara að sætta sig við hækkun á búvörum, ef hækkunin væri að fara til bænda.
* - En svo er ekki.
* - Hví skyldi fyrirtækin fá meiri hækkun en sjálft fólkið sem framleiða þessar vörur, bændurinir?
Eins og fram kom í fréttum okkar í gær hækkar smjörið langmest eða um tæpar 80 krónur, kílóið.
Jóhannes Ævar Jónsson, annar fulltrúi afurðastöðvanna í Verðlagsnefnd búvara, segir hækkunina vera lið í að leiðrétta verðlagningu á smjöri.
Það hafi verið pólitísk ákvörðun, fyrrihluta síðustu aldar, að hafa verð á þessari nauðsynjavöru lágt. Og þrátt fyrir meira en 11% hækkun nú sé enn verið að selja smjör undir kostnaðarverði.
Því vaknar spurningin um hvers vegna verið að framleiða afurð undir kostnaðarverði. Hið eðlilega væri bara að hætta þessari framleiðslu. Eða er þessi afurð kanski hráefni í aðra framleiðslu sem skilar arði?
Ég geri ráð fyrir að Mjókursamsalan treysti sér ekki að selja þessa vöru á fullu verði því þá myndi hún ekki seljast. Þ.e.a.s. ef skýringar þeirra eru réttar. Fólk myndi auðvitað snúa sér að ódýrara viðbiti.
Síðan eru líkur á því að verslunin fái jafnvel enn meiri hækkun út úr þessari hreyfingu á grunnverðinu. Það eru auðvitað launamenn sem borga með hækkuðum t.d. tekjusköttum.
Fyrirtækin ættu ekki að þurfa styrki frá launafólki í landinu þótt launafólk vilji gjarnan styðja við bændur
Lágmarksverð á mjólk hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.