Eru innflytjendur að missa spón úr aski sínum?

  • Þótt tollar séu fremur hvimleiður veruleiki og hækki undir eðlilegum kringumstæðum verð á innfluttum vörum að þá er það ekki alfarið þannig.
    *
  • Það er miklu fremur að samkeppnisstaðan versni gagnvart íslenskri matvælaframleiðslu og aðilar neyðist til að minnka álagningu sína.

Er þýðir augljóslega, að álagningamöguleikar innflytjenda minnkar, er þýðir minni álagning.

 

En áhyggjur innflytjenda ættu að hafa dofnað því um leið voru  tilkynntar verulegar hækkanir á land-búnaðarvörum. Fram kemur í skýringum að þessar hækkanir renni að mestu til afurðarstöðvanna en ekki til bænda.

Það væri mun auðveldar að sætta sig við hækkun á búvörum,  ef hækkunin væri að fara til bænda. En svo er ekki. Hví skyldi fyrirtækin fá meiri hækkun en sjálft fólkið sem framleiða þessar vörur, bændurinir? 

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær hækkar smjörið langmest eða um tæpar 80 krónur, kílóið.  Viðkvæðið er að halli er á framleiðslu á smjöri,  Því vaknar spurningin um hvers vegna verið að  framleiða afurð undir kostnaðarverði.  Hið eðlilega væri bara að hætta þessari framleiðslu. Eða er þessi afurð kanski hráefni í aðra framleiðslu sem skilar arði? 

Væntanlega er þetta einhver dans um vísitöluna.  Það er verið að tryggja afurðarstöðvunum verulega hækkanir á verðum en bændur sjálfir fá litla hækkun eða sambærilega  við launamenn.


mbl.is Krefjast skýringa á hækkun matartolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þótt tollar séu fremur hvimleiður veruleiki og hækki undir eðlilegum kringumstæðum verð á innfluttum vörum að þá er það ekki alfarið þannig.
*

    • Það er miklu fremur að samkeppnisstaðan versni gagnvart íslenskri matvælaframleiðslu og aðilar neyðist til að minnka álagningu sína."

    • En það þýðir aftur á móti að innlend framleiðsla er miklu mun dýrari en sú innflutta. Af hverju eigum við að halda uppi atvinnustarfsemi sem er greinilega svona óhagstæð? Við gætum lækkað rekstrarkostnað heimilanna þá mikið með því að hætta þessu rugli hér á landi og kaupa þetta einfaldlega inn frá útlöndum þar sem það er svo miklu ódýrara.

    Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 14:45

    2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    Ekki veit ég hver þú ert Sigurður, en e.t.v. ertu kaupmaður. Það vill svo til eins og ég bendi á, að þá heldur íslenska framleiðslan niðri verðlagi á innfluttri vöru. Það er staðreynd sem þið kaupmenn vitið allt um.

    Vissulega er þessi hækkun á landbúnaðarvörum verulega gagnrýni verð. Það blasir við, að skjóli verndunnar hafa afurðarstöðvarnar ekki hagrætt í sínum rekstri með það fyrir augum að geta framleitt ódýrari vörur með svipuðum gæðum og hafa tíðkast í landinu. Þetta fyrirkomulag er íslenskum almenningi mjög dýr. Það eru auðvitað þannig að það eru skattgreiðendur sem standa að miklu leit undir þessari framleiðslu. Það versta er varðandi landbúnaðinn, niðurgreiða launamenn á Íslandi landbúnaðarvörur ofan í erlenda ferðamenn

    Þú veist auðvitað eins og ég Sigurður, að það eru launamenn sem greiða tekjuskattinn á Íslandi.

    Það er einnig gríðarlegt vandamál á Íslandi sú offjárfesting sem er í íslenskri verslun, sagt er að hvergi í heiminum séu fleiri fermetrar í verslunarhúnæði a hver íbúa og á Íslandi. Þessari miklu fjárfestingu fylgir alltof hátt vöruverð á Íslandi sem er staðreynd. Það er sama hvar maður fer um heiminn, sér maður að nánst hvergi finnst hærra vöruverð en á Íslandi.

    Auk þess sem vinnulaun í íslenskri verslun er svo lág að þau eru til skammar fyrir land og þjóð.

    Þannig að ef dæmið er reiknað til enda, að þá greiðir almenningur miklu meira með íslenskri verslun umfram það sem eðlilegt geti talist, heldur en með landbúnaðarframleiðslunni.  

    Það er einnig skelfilegt, að íslenskur almenningur  niðurgreiðir landbúnaðarvörur svo kaupmenn geti selt útlendum íslenska landbúnaðarvörur á niður settu verði

    Kristbjörn Árnason, 21.7.2015 kl. 19:42

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband