22.7.2015 | 13:56
Engin þjóð í víðri veröld framleiðir meira rafmagn
- En íslendingar á mann.
* - Fáar þjóðir skapa meiri mengun á andrúmsloftinu á hvern mann en íslendingar
Norðmenn sem eru nr. tvö röðinni í raforkuframleiðslu en eru ekki nema hálfdrættingar við íslendinga í þessum efnum.
Það er hárrétt hjá Jóhanni hér í athugasemdum að félagshyggjumenn vilja fara að með gát og huga að þörfum þjóðarinnar í þessum efnum. Þeir vilja gjarnan virkja í þágu þjóðarinnar og í sátt við náttúruna.
Yfir 80% af raforkuframleiðslu íslendinga fer í erlenda framleiðslu í verkssmiðjum sem eru staðsettar hér í landi.
Útlendingarnir fá þannig a.m.k. ferfaldan ávinning:
- Afar ódýra raforku staðsetta í Evrópu, það sem þeir kalla endurnýjanlega orku, gott fyrir ímyndina.
* - Þeir fá aðgang að markaði ESB sem er mjög mikil-vægt því njóta fyrirtækin skatta- og tollahagræðis
* - Eigendur verksmiðjanna geta þannig einnig mengað andrúmsloftið í fjarlægu landi.
* - Auk þess að fremja þar náttúruspjöll sem ekki snertir þeirra heimaland.
Það er löngu vitað, að það vantar orku innanlands en þá fyrir íslendinga. Ekki bara til þess að auka þjóðarframleiðsluna í landinu sem mikil þörf er fyrir.
Heldur vantar einnig raforku á samgöngutækin. Þá er auðvitað fráleitt að láta erlend fyrirtæki sitja að öllum ódýrustu virkjunarkostunum.Fyrir utan að skapa íslensk atvinnutækifæri. Það er einmitt þetta sem félagshyggjumenn hafa úga varðandi raforkuna.
Þá er kominn fram á sjónarsviðið óvæntur aðili sem tengist ferðaþjónustunni, en það eru skemmtiferða-skipin sem fylla hér hafnir yfir sumarið og brenna hér svartolíu við landfestar.
Það er auðvelt að krefjast þess, að þessi skip noti raforku úr landi þegar þau eru í höfnum. Þau nota gríðarlega orku og eru örugglega tilbúin að greiða gott verð fyrir hana því ekki getur olían verið ódýr kostur.
Það er aðdáunarvert hvernig fiskiskipaflotinn notar nánast allur raforku þegar hann er í höfn, en fram-undan er að finna betri lausn á orkuþörf skipanna þegar þau eru á stími eða á veiðum. Þetta eru verðug verkefni til að nýta íslenska raforku í.
Þá er vert að minna á það eina ferðina enn, að hvert atvinnutækifæri í stóriðju kostar íslenska þjóð yfir 12 milljarða í stofnkostnaði við virkjanir.
Það eru mjög óarðbærar fjárfestingar fyrir þjóðina sem telur sig vera vel menntaða og ætti að geta komið upp miklu hagkvæmari atvinnukostum sem skilar þjóðinni miklu meiri arði.
Jafnvel hvert starf við fiskveiðar kostar þjóðina smáaura miðað við stóriðjuna sem eru atvinnuvegir fortíðar.
Líkur á raforkuskorti eftir 2 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.