30.7.2015 | 19:50
Gott væri að fá nánari skýringar
- Hjá formanni þjóðhátíðarinnar í eyjum.
Þegar hann segir að, ,,Það eru fullt af konum hérna að skemmta, á einn eða annan hátt, segir Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar.
Þetta er auðvitað sérkennileg framsetning hjá blessuðum manninum í ljósi umræðunnar.
En það er staðreynd að ,,Þjóðhátíðiin" í eyjum er mesta brennivínshátíðin í landinu og þar gerist eitt og annað miður skemmtilegt eins nauðganir.
En nauðganir á þessari hátíð hafa verið mjög margar ár hvert og nánast alltaf hefur verið reynt að gera sem minnst úr þessu ofbeldi sem þarna á sér stað. Sem er auðvitað fastur fylgifiskur fyllisamkomu að þessari gerð.
Nú á s.s. að reyna að þagga þessi mál formlega, eins og hægt til að reyna leyna óskapnaðinum og losa þá aðila sem að fylliríinu standa undan eðlilegu aðhaldi fjölmiðla.
Konur skemmta á einn eða annan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.