1.8.2015 | 20:24
Gríðarlegur fjöldi fólks
- Fyllti götur miðborgarinnar í dag, bæði í kvosinni og upp eftir Laugavegi og Skólavörðustíg.
* - Örugglega tugþúsundir, auðvitað fjölskyldufólk, unglingar og túristar.
* - Var þó engin sérstök dagskrá um miðjan daginn og engar auglýsingar sem hvöttu fólk til að fara í bæinn.
* - Kanski eru þessar útihátíðaferðir að fara úr tísku hjá ungu fólki, enda gríðarlega dýrar skemmtanir
Þessi mynd er reyndar frá Menningarnótt
Það er aðeins stórhátíðir eins og menningarnótt, gay pride, 1. maí og hugsanlega 17. júní þar sem fleira fólk mætir í miðborgina. Ekki má gleyma síðasta kvennafrídegi og druslugöngu.
Það hefur verið vitað lengi, að veðrið er að jafnaði best á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma. Enda er það er það mikill minnihluti fólks sem fer í langferðir á þessum tíma ársins. Á útihátíðum safnast minnihluti ungsfólks sem sést best á þeim fjölda sem hafa mætt nú á þessa staði.
Á aldrinum 15 - 25 ára eru nálægt 43 þúsund einstaklingar, aðeins þriðjungur þeirra mætir á þessar útihátíðir um þessa helgi þar sem reikna má með einhverri unglingadrykkju.
Reikna má sterklega með því, að öflug umræða um nauðganir hafi mikil áhrif á sókn fólks á skröllin og hvernig t.a.m. hvernig lögregluyfirvöld í eyjum ætlar sér að standa að löggæslu.
Í mínum huga er ljóst að þar ráða hagsmunir gróðrapunga í eyjum ferðinni á kostnað ungmenna sem hafa síðustu árin sótt eyjar. Þar hefur orðið geysileg fækkun á aðkomufólki. Það er fagnaðarefni á meðan hátíð eyjamanna er með því sniði sem þar hefur tíðkast.
Fjallið, Ingó, Unnsteinn og Margeir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.