Gamla aftaníossa stefnan vöknuð á ný í utanríkismálum

  • Og ræður nú ríkjum í utanríkismálum þessarar ríkisstjórnar sem er gjörólík þeirri stefnu sem vinstri stjórnin fylgdi og þeirri stefnu sem þjóðin kýs sem er hlutleysi. 

Er reyndi eftir megni að móta sjálfstæða stefnu í þessum málaflokki.  Jafnvel þótt þáverandi ráðherra hafi átt ansi erfitt með að slíta sig frá ESB sem var hin veika hlið málaflokksins á þeim tíma.

Núverandi ráðherra dansaði strax í takti með tilmælum bandaríkjamanna í öllum málum og hefur í raun aldrei komið fram með sjálfstæði á einu einasta sviði.

Þetta er auðvitað leiðarljós núverandi stjórnarflokka  eins og alltaf áður.

Ekki bara það, þetta er stjórnin sem þóttist ætla að vera sjálfstæð gagnvart ESB, en lætur þetta ríkja-samband stjórna sér í einu og öllu sem Ísland væri fullur aðili að ESB. Enda samkvæmt vilja USA.

  • Hann var með fyrstu stjórnmálamönnum sem mættu til Úkraínu og jós lofi á stjórnvöld þar á bæ, jafnvel þótt þar færu fasistar með völd er höfðu hrakið frá völdum annan spilltan fasista af rússnensku gerðinni. Allt samkvæmt ákveðinni rútínu til að skora prik vestan hafs.

Við á Íslandi sitjum undir allskonar áróðri um hvað er að gerast á Krímskaga og í Úkraínu bæði frá Bandaríkjunum og frá Rússlandi. Það eru a.m.k. heiftarleg átök á milli gömlu herveldanna um ítök í Evrópu.  Bæði þessi ríki eru alblóðug eftir stöðug manndráp í áratugi og kúgun á saklausu fólki.

Stefna vinstristjórnarinnar var að halda uppi hlutleysi í svona átakamálum gömlu stórveldanna  og  treystu greinilega hvorugu herveldinu.  Það er einnig sú stefna sem þjóðin kýs í utanríkismálum. Það er að sýna sjálfstæði þjóðarinnar.

En ekki gengur að láta viðskiptahagsmuni á hverjum tíma ráða stefnu þjóðarinnar. Slíkt háttarlag er óheiðarlegt í alla staði. 

Samt sem áður er það röng stefna að taka þátt í viðskiptaþvingunum  ESB og Bandaríkjanna gagnvart öðru herveldinu. Þetta er lýsandi dæmi um hversu hættulegt það er fyrir Ísland að fylgja einhverjum stórveldum og eða ríkjasamböndum í blindni. 

Af Grikklandsfárinu má sjá hverjir ráða ríkjasambandinu og hversu hættulegt það er. Íslendingar hafa þegar fundið smjörþefinn af þessum aðilum.

 


mbl.is Breyta ekki afstöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Kristbjörn! Það var ekki átakalaust hjá mér að hlusta á smeðjulega lofræðu-r utanríkisráðherra,eftir snöggt viðbragð hans á þetta átakasvæði.Líklega rétt túlkað að þar sá hann sér leik á borði að skora,eftir harðar atrennur Esbsinna á hann sem ráðherra,en hafa nú steinþagnað.-- Varla missir hann ráðherradóm fyrir mínar aðfinnslur,en vita skal hann að fjöldinn allur af sjálfstæðissinnum,er honum sárreiðir og vilja hann úr embætti.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2015 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband