Eins og flestir vinir mínir og margir sem fylgjast með mér, þá er vitað að ég er þessa dagana staddur í Svíþjóð í smá fríi.
Ég er á þriðja degi núna og svo furðulegt sem það er þá er ég nú þegar jákvæðari, bjartsýnni og meira lifandi heldur en ég hef verið í þrjú ár og fer bara batnandi.
Var talsvert á ferðinni í gær að skoða mig um í litla bænum sem ég er og nokkrir magnaðir hlutir sem ég hef komst að hérna.
Í fyrsta lagi fór ég og kíkti á nokkur hús sem eru til sölu hérna og ég er enn dragandi hökuna á eftir mér yfir hvað er hægt að fá ódýrar og fallegar eignir hérna, á fallegum stað jafnvel með æðislegu útsýni.
Hver væri ekki til í að EIGA rúmlega 100 fm hús með 66 fm bílskúr á 1000 fm lóð?
Jú, þið skulið halda ykkur. Ásett verð er rétt um 3,3 milljónir íslenskar klakakrónur og kanski hægt að pína það niður í 2,8 með þrjósku.
Reiknaður rekstrarkosnaður á þessu húsi eru um 2.600 Sekr á mánuði að meðaltali sem gera rúmar 44.000,- á mánuði, en það er vatn, hiti og rafmagni.
Ég veit bara að ég er alveg til í að eiga svona hús, á svona stað og þar sem verðlag á mat er viðráðanlegt en ekki okrað á mér og logið að mér að matarverð á íslandi sé með því lægsta í heimi.
Hér fæst nefnilega heill, ferskur kjúklingur á rúmlega 800 kall íslenskar krónur, kílóaverðið var í kringum 600 kall.
10% þýskt nautahakk, 500 gr. er helmingi ódýrara en á íslandi.
Rúmlega eins kílóa bacon pakkning með þykkum og fallegum sneiðum kostaði rétt um þúsund kall.
Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp verðlagið hérna en segi bara að lokum, þetta var ekki ódýrasta búðin á svæðinu og það er hægt að fá nánast alla matvöru í stórinnkaupum hér í Svíþjóð á helmingi minna verði en á íslandi.
Á íslandi er það lennska að ljúga að almenningi og blekkja með öllum ráðum hvað sem tautar og raular og fólk gleypir allt hrátt og gargar í heimsku sinni og blekkingarvímu, ÍSLAND BEST Í HEIMI meðan því er riðið í rassgatið svo undan blæðir.
Egið góðan dag þarna á spillingarskerinu.
Athugasemdir
Hvar skyldi þetta hús vera, Kiruna ?
Þórður Árnason (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.