Það hafa verið byggðar margar brýr undanfarin ár

  • Bæði með mjög virku íþróttastarfi fatlaðra og einkum þroskahamlaðra. En einnig með sjónvarpsþættinum

„Með okkar augum“

Hefur hefur lokið göngu sinni þetta sumarið en 30. þátturinn var að renna sitt skeið. Þetta hafa yfirleitt verið mjög góðir þættir og fræðandi.


Einn mikilvægasti hluti þessara þátta finnst mér, hefur verið að sýna þroskahamlað fólk að störfum, þar sem hafa verið tekin stutt viðtöl við þessa einstaklinga.

En þessi hluti þáttanna hafa verið mjög mikilvægir finnst mér. Því þeir sýna mjög vel að margbreytilegt fólk getur vel unnið mikilvæg störf. Bara t.d. að grunnskólar gætu haft mikið gagn af slíkum einstaklingum við störf.

Ekki bara við að þrífa gólf heldur til að vera í samskiptum við nemendur með ýmsum hætti. Þar kæmu til greina störf í matsölum og jafnvel úti í frímínútum við gæslustörf og einnig til að vera í samskiptum við nemendur.

Jafnvel gætu þeir átt erindi inn í kennslustofur við sérstök tækifæri. En öll samskipti yrðu að vera í samstarfi með skólaliðum eða kennurum.

Þessi þáttur hefur örugglega byggt mikilvægar brýr í samfélaginu.

  


mbl.is Tóku vel á móti íslensku keppendunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband