Tilvistarkreppa hjá ,,Bjarti framtíð"

  • Ég er á þeirri skoðun að ,,Björt framtíð" eigi í alvarlegri tilvistarkreppu.
    *
  • Það er einfaldlega ekki pláss fyrir þrjá miðjuflokka á Alþingi sem allir bera fram loðna stefnu sem hægt er að sveigja á alla kanta.

Píratarnir virðast skora hátt í skoðanakönnunum með ýmsar patentlausnir sem koma hinni raunverulegri tilveru hins sauðsvarta almennings ekkert við. Ungt fólk er fljótt að vaxa upp úr ,,poppmenningunni.

Vissulega eiga þessir miðjuflokkar eftir að berjast um atkvæðin og þeim mun takast að hirða slatta af atkvæðum sem hugsanlega hefðu fallið vinstri flokkum í skaut. Framsókn mun áfram róa á sömu mið og Sjálfstæðisflokkurinn.

Hvað sem forystumenn í þessum popp-miðflokkum segja, mun lífsbarátta almennings áfram snúast um að fá réttlátan skerf af þjóðarframleiðslunni.

Áfram verða fulltrúar atvinnurkenda á Alþingi sem hafa það markmið að tryggja hag fyrirtækjanna umfram launafólks.

Það mun áfram skipta launamenn máli að auka þjóðarframleiðsluna og krefjast þess, að í hvert skipti sem hugtakið ,,landsframleiðsla" er notuð í umræðunni verði hugtakið ,,Þjóðarframleiðsla" einnig nefnt í sömu andrá. Það er nauðsynlegt að almenningur skilji í hverju munurinn á þessum hugtökum.

Heiða Kristín Helgadóttir, sem stýrði Umræðunni, vikulegum þætti um stjórnmál á Stöð tvö, mun ekki…
KJARNINN.IS

mbl.is Heiða Kristín hætt hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar hún ekki bara að reyna að komast á Bessastaði

Forsetinn (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 17:58

2 identicon

"Það er einfaldlega ekki pláss fyrir þrjá miðjuflokka..."

Kantu annan?

gaur (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 21:37

3 identicon

ég vildi meina að þetta eru ekki miðjuflokkar. Óþolandi þegar að vinstri-menn kalla sig miðjufólk.

gaur (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband