Það er sem í eigin heimi

  • Það er full ástæða til þess að óska Pírötum til hamingju árangur sinn í skoðanakönnunum. Þetta er út af fyrir sig góður árangur.
    *
  • En sem betur fer er þetta bara árangur úr skoðanakönnunum.

Það er einnig eftirtektarvert hvernig forystumenn Pírata taka þessum flottu niðurstöðum úr könnunum í þessa fjóra mánuði.

En þeir hafa ítrekað bent á þá staðreynd, að þessi útkoma sé vegna þess að fólk vantreysti stjórnmálaflokkum sem hafa komið að því, að axla ábyrgð á því að vera fyrirliðar um stjórn landsins.

  • Það má vel vera rétt hjá Birgittu er hún segir, að fólkið sé að kalla eftir að það verði grundvalllarbreytingar á löskuðu kerfi.
    *
  • Hér væri frændhygli, spilling og óskilvirkni við lýði og engu skipti hver væri við völd á meðan að þessir þættir væru innbyggðir í kerfið.
    *
  • Það þyrfti að breyta þeim kerfum sem eiga að þjóna almenningi en virðast ekki vera að gera það.

Þetta er auðvitað mjög mikil einföldun hjá Birgittu og hún veit vel að Pírítar geta ekki breytt þessari stöðu, nema með öðrum og að sett yrði lög um að koma í veg fyrir svona sterk áhrif hagsmunahópa, t.d. í atvinnulífinu á íslandi.

Það er rétt að þau áhrif eru allt of mikil eins og sjá mátti þegar vinstri stjórnin starfaði. 

Þá var það sannarlega staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi með samtökum atvinnurekenda var miklu sterkara vald á flestum sviðum en ríkisstjórnin sjálf.

Einkum á fyrri hluta kjörtímabilsins þegar þessum aðilum tókst að virkja nær meirihluta ASÍ með sér í hernaði gegn vinstri stjórninni.

En núverandi vinstri flokkar eru og voru ekki ataðir í spillingu og frændhygli vegna þess einfaldlega, að þeir eru nýir flokkar og hafa sáralíti tengsl inn í hagsmunasamtök eins verkalýðshreyfinguna. Þeir eru ekki hagsmunagæsluflokkar.

Höfðu heldur ekki komið að ríkisstjórnum á Íslandi, nema Samfylking í aukahlutverki í nokkra mánuði. Almenningur hunsaði forystu ASÍ eftir hrunið og kenndi því einnig um hörmungarnar.

Í raun hefur almenningur látið ritstjóra Morgunblaðsins teyma sig á asnaeyrunum, það er einmitt hann sem hamraði á þeim áróðri að „fjórflokkarnir“ bæru sameiginlega ábyrgð á því ástandi sem var og er í samfélaginu.

Þessi áróður gagnaðist Sjálfstæðisflokknum mjög vel, en gömlu vinstri flokkarnir voru ekki til lengur og höfðu sameinast öðrum stjórnmálaöflum. M.ö.o. Það er enginn fjórflokkur í landinu. Gömlu vinstri flokkarnir voru lagðir niður fyrir 15 árum.

Það má í raun segja, að sá hópur sem stendur á bak við Pírata sé kominn úr sama jarðvegi og nýju vinstri flokkarnir og vinstri armur Framsóknar. Það sama má segja um „Bjarta framtíð“

Það er ljóst, að Píratar verða opinbera stefnu sína fyrr eða síðar. Það er og verður grundvallarspurning.

Spurt verður: Ætla þeir að vera þátttakendur í því að styrkja lýðræðið og lífkjörin hjá láglaunafólki í landinu eða ætla þeir að standa með samtökum atvinnurekenda í landinu sem eru í andstöðu við þessi meginmarkmið? Það er flest sem bendir til þess, vegna miðflokka eðlis Pírata.

Píratar munu auðvitað reyna eins og aðrir miðflokkar reyna að fela stefnu sína og eða stefnuleysi sitt eins lengi og það hentar flokknum. Fyrr eðar síðar kemur að vegamótum, Píratar verða að taka afstöðu.

Tilvera þessara miðflokka sem nú eru orðnir þrír í landinu launafólki í landinu og í ljós hefur þegar komið af orðum forystumönnum þessar tveggja miðflokka að þeir munu viðhalda styrkleika hægri flokksins í landinu eins og gamli Framsóknarflokkurinn.

Slá úr og í, lofa og svíkja. Allt gengur það út á það, að selja sig sem dýrast fyrir völd. Eðli miðflokka.

Stærstu mál Pírata um gegnsæi eru gömul baráttumaál vinstri flokka og það sama má segja um stjórnarskrármálið.

Píratar hafa ekki átt neina aðkomu að tillögum um nýja stjórnarskrá. Það voru fyrst og fremst vinstri menn úr ýmsum áttum sem lögðu grunninn að tillögum um nýja stjórnarskrá. Tillögur sem hægri flokkarnir sætta sig ekki við.

Birgitta Jónsdóttir, einn þriggja þingmanna Pírata, segir að því fylgi óraunveruleikatilfinning að sjá fylgi flokksins…
KJARNINN.IS
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband