5.8.2015 | 17:45
Greinilega ekki bara einhverjar stelpur
- Þær ásökuðu eru bara strax komnar með lögmann í málið.
Það kostar almennt séð ekki neina smáaura. Það má vel vera að þessi Stella hafi misskilið það hvers vegna þessar eyjapæjur réðust á hana.
Það sem hlýtur að standa upp úr í þessu máli er, að enginn á að hafa leyfi til að ráðast á annann.
Það eru ekki mörg ár síðan að stúlku ofan af Akranesi var misþyrmt í miðborg Reykjavíkur. Hún hefur aldrei borið þess bætur.
Slagsmál og ofbeldi er pottþéttur fylgifiskur fjölda ölvunar. Þessi skemmtun í eyjum er fyrir löngu orðin alræmd drykkjuhátíð.
Þarna hefur áfengi verið til sölu og er það rækilega auglýst.
Viðbrögðin minna á Lúkasarmálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Athugasemdir
Þessi svokallaða "þjóðhátíð" er stærsta skipulagða barna- og unglingafyllerí Íslendinga á hverju ári. Næst stærst er auðvitað svokölluð "menningarnótt" í Reykjavík. Þegar börnum og unglingum er stefnt svona þúsundum saman á áfengis- og eiturlyfjahátíð er ekki nema von að illa fari. En ofsagróðaliðið svífst einskis í græðgi sinni hvað sem það kostar.
corvus corax, 6.8.2015 kl. 07:39
ég er sammála þér stóri fugl, að bragurinn á menningarnótt er varðar almenna ölvun er ekki til fyrirmyndar. Það er þó eitt sem skilur þarna í milli sem er, að í eyjum er gist nokkrar nætur í tjöldum er býður upp á ákveðinn kultur. Brag sem ekki er hættulaus þeim sem fara óvarlega
Kristbjörn Árnason, 6.8.2015 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.