Þeir eru margir furðuhlutirnir

  • Þessa dagana hrópa útgerðarmenn og kvarta undan því, að rússar séu skoða tillögugerð í ráðuneytum sínum sem hugsanlega getur komið í veg fyrir útfutning á íslenskum vörum til Rússlands

Sjávarútvegs ráðherrann sagði í sjónvarpinu að útflutningsverðmæti þessara vara hefði verið um 20 til 30 milljarðar á ári undanfarin ár.

Sagt er að það muni mikið um þessi útflutningsverðmæti. Stór hluti þessara verðmæta er síld og makríll. Ef að þessu yrði myndi það setja útgerðina íi mikinn vanda.

Það ætti að minna okkur á, að Ísland á í stríði við ESB vegna makrílveiða og í gangi er innflutningsbann á makríl til ESB ef mig minnir rétt. Ef ég fer með rangt mál væri gott að fá leiðréttingu.

Þrátt fyrir níðslu þessara þjóða á íslendingum vegna makríls sem rússar síðan björguðu okkur með að kaupa af okkur.

Tökum við þátt í viðskiptabanni með ESB gegn rússum undir stjórn bandaríkjamanna sem einnig eru í stríði íslendinga og alvarleg afskipti af veiðum íslendinga á langreyði og sölu á þeim afurðum til Japans. Bandarín nota eineltistilburði á íslendinga 

Þetta kennir okkur íslendingum, að við eigum að halda okkur við hlutleysi í alþjóðamálum. Þá hefur okkar ráðherra verið eins og hver annar sperrileggur austur í Úkraínu færandi blóm fyrstur manna.

Íslendingar fengu nóg af hermannaleiknum þegar Halldór Ásgrímsson fann sprengjurnar forðum daga í Írak og lét mynda sig með fundinn.

Já, þeir geta verið sperrtir á erlendri grund frammararnir á meðan enginn treystir þeim hér heima fyrir.

 

Langtímaverkefni að finna nýja markaði segir Framkvæmda-stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins í Vestmannaeyjum, segir það áhyggjuefni ef Rússar banna innflutning matvæla frá Íslandi. RÚV
 
 

mbl.is Erfitt setji Rússar bann á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ef íslendingar beita viðskiptabanni gagnvart einhverri þjóð (þ.e.a.s. tilkynnir að íslendingar hætti að kaupa vörur frá einnhverri þjóð með formlegum hætti) , geta íslendingar tæplega vænst þess að viðkomandi þjóð  kaupi af okkur vörur áfram eins ekkert og hafi í skorist. Þetta er auðvitað bara rugl

En ESB hefur einnig ákveðið formlega að kaupa ekki af íslendingu makríl)Bandaríkjamenn leggja íslendinga í einelti vegna hvalveiða eins fyrirtækis á Íslandi, sem reyndar nýtur velvilja núverandi stjórnvalda.  

ESB löndin taka fullan þátt í þessu einelti.En við látum sem ekkert sé. Rússland er að hugsa um að verða þriðji aðilinn sem er með viðskiptaþvinganir gagnvart íslendingum

Ef Ísland hefði einhverja burði á alþjóðlegum vettvangi myndi það beita þessa aðila viðskiptaþvingunum. Það myndi enga vigt hafa og öllum væri sama.
Því á Ísland að hafa vit á því að taka  ekki þátt í togstreitu gömlu herveldanna um yfirráð yfir ákveðnum heimssvæðum

Kristbjörn Árnason, 6.8.2015 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband